Kjarninn - 26.09.2013, Page 68
02/04 kjarninn Stjórnmál
L
íklegt er að Björt framtíð muni bjóða fram í ýmsum
sveitar félögum á landsbyggðinni. Flokkurinn mun
ekki bjóða fram í Reykjavík þar sem systurflokkur
hans, Besti flokkurinn, er fyrir á fleti.
Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður
Bjartrar framtíðar og framkvæmdastjóri borgarstjórnar-
flokks Besta flokksins, segir Besta flokkinn ekki ætla að færa
út kvíarnar í komandi sveitastjórnarkosningum. „Það er
ekki ólíklegt að einhverjir hópar taki sig saman í nokkrum
sveitarfélögum víða um land og bjóði fram undir merkjum
Bjartrar framtíðar. Besti flokkurinn hefur hingað til haldið
sig innan borgarmarkanna.“
Spurð hvort samstarfs sé að vænta við mörg þeirra fram-
boða sem buðu fram í síðustu kosningum en tilheyra ekki
hinum hefðbundna fjórflokki Sjálfstæðisflokks, Framsóknar-
flokks, Samfylkingar og Vinstri grænna segir Heiða Kristín
að margt sé rætt í því sambandi. „Það eru einstaklingar úr
mörgum af þessum óhefðbundnu flokkum í Bjartri framtíð
og það er mikið verið að pæla og tala saman. En það er ekkert
ákveðið ennþá.“ Á meðal þeirra „óhefðbundnu“ flokka sem
buðu fram á landsbyggðinni í kosningunum 2010 var Næst-
besti flokkurinn, sem bauð fram í Kópavogi og náði manni
inn, Listi fólksins í bænum, sem bauð fram í Garðabæ og
náði líka manni inn, og L-listi fólksins á Akureyri, sem náði
sex bæjarfulltrúum inn og hreinum meirihluta í höfustað
Norður lands.
Óhefðbundnu framboðin fengu samtals um 31 prósent
gildra atkvæða á landinu öllu og 35 prósent allra kjörinna
fulltrúa.
Brandarinn sem hættir ekki að vera fyndinn
Besti flokkurinn vann sögulegan stórsigur í Reykjavík vorið
2010. Saga þess framboðs er orðin vel þekkt á alþjóðavísu.
Grínistinn Jón Gnarr stofnaði flokkinn og bauð fram undir
þeim formerkjum að hann langaði í vel borgaða innivinnu,
lofaði að svíkja öll kosningaloforðin og náði að láta kosninga-
baráttuna snúast að miklu leyti um hvort ísbjörn ætti að vera
stjórnmál
Þórður Snær Júlíusson
thordur@kjarninn.is