Kjarninn - 26.09.2013, Blaðsíða 89
inn til að skila hagnaði, eða margfalda með 0,55 til að
sjá hvort uppgefnar tekjur ná að borga upp kostnað við
gerð myndarinnar.
Þegar heimsaðsókn er tekin saman kemur í ljós að 6
af þessum 13 „floppum“ hafa þegar skilað framleiðend-
um sínum hagnaði, og þar sem bæði Percy Jackson og
Elysium eru enn ný- eða óútkomnar víða um heim má
fastlega gera ráð fyrir að þær muni skila hagnaði þegar
upp er staðið. Það gerir 8 af 13 myndum sem margir hafa
talað um sem stærstu vonbrigði ársins, hvað miðasölu
varðar, að arðvænlegri fjárfestingu, þökk sé aðsókn
annars staðar en í Bandaríkjunum.
Í þessu öllu höfum við svo ekki einu sinni nefnt stór-
myndir eins og Tintin-mynd Stevens Spielberg og Peters
Jackson, sem var frumsýnd í Evrópu tveimur mánuðum
á undan Bandaríkjunum árið 2011 og var farin að skila
hagnaði löngu áður en einn einasti Kani hafði borgað sig
inn á hana, eða Avatar, sem væri tekjuhæsta kvikmynd
allra tíma jafnvel þó allar 760 milljónirnar sem hún tók
inn í Bandaríkjunum væru þurrkaðar út.
Einnig væri hægt að gera heila grein sem fjallaði
eingöngu um uppgang dýrra stórmynda frá Evrópu,
Asíu og Suður-Ameríku. Spænska stórslysadramað The
Impossible hefur tekið inn 172 milljónir dollara á heims-
vísu, þar af aðeins 19 milljónir í Bandaríkjunum. John
Woo gerði kínversku, 80 milljón dollara, tveggja hluta og
fimm klukkutíma löngu stórmyndina Red Cliff árið 2008,
og tók inn 250 milljónir í miðasölu, nánast eingöngu í
Asíu. Einnig er hægt að taka til myndir eins og Fast and
Furious-hasarmyndaröðina, sem stílar aðallega inn á
áhorfendur í Mið- og Suður-Ameríku og Suðaustur-Asíu,
með ótrúlegum árangri.
Árið 1995 tóku flestar stærstu myndir veraldar um 40-
55% tekna sinna inn í bíóum í Bandaríkjunum. Í dag fer
þessi tala aðeins í undantekningartilvikum yfir 40%, og
er oftast um 28-34%, slík er þróunin.
05/07 kjarninn Exit