Kjarninn - 26.09.2013, Page 93
02/04 kjarninn Exit
til 67 hestöfl, sem knúðu 1.450 kg bifreiðina áfram
hægt og sígandi uns methraða var náð.
Ökuþórinn frækni var sonur gúmmíframleiðanda,
verkfræðingur að mennt og bar viðurnefnið Rauði
djöfullinn (Le Diable Rouge) vegna eldrauðs hárs og
skeggs sem hann skartaði.
Jenatzy hafði þá um nokkurt skeið háð harða keppni
við aðra ævintýramenn sem einnig þráðu að eiga heims-
ins hraðskreiðasta bíl. Um þetta leyti hafði Jenatzy og
keppinautum hans orðið ljóst hversu veigamiklu hlut-
verki loftmótstaða gegndi þegar smíða átti hrað skreiðan
bíl. Þeir voru innblásnir af hönnun loftskipa, sem líktust
einna helst risavöxnum vindlum.
Spurður um þá tilfinningu að aka hraðar en almennt
var talið að mannslíkaminn gæti þolað svaraði Jenatzy:
,,Þér finnst sem bíllinn takist á flug og þeysist áfram
eins og loftskeyti ofan jörðu. Hvað ökumanninn varðar
stífnar líkami hans upp til að standast loftþrýstinginn;
hann starir um það bil 200 fet fram á veginn; skynfæri
hans eru á varðbergi.“
Á þessum árum var samkeppni hörð á milli fram-
leiðenda rafbíla og bensínknúinna bíla og tvísýnt um
hvor myndi hafa yfirhöndina á bílamarkaði. Bensínið
og sprengihreyfillinn tóku þó forystuna fljótlega upp úr
þessu. Bifreið Jenatzy var í raun sú síðasta af raf bílum
sem settu opinbert hraðamet, en upp úr þessu voru
bensín knúnir bílar (og einstaka gufuknúinn) í farar-
broddi á því sviði.
Á okkar dögum hefur methraðinn margfaldast og
stendur heimsmetið nú í 707 km á klukkustund, í flokki
hjóldrifinna farartækja, sett á saltsléttunum í Utah í
Bandaríkjunum fyrir rétt um ári.
Ef talin eru með ökutæki knúin þotuhreyflum
er heimsmetið nokkru eldra, frá árinu 1997. Það var
einnig sett í Bandaríkjunum og nemur tæpum 1.228 km
á klukkustund, í fyrsta sinn sem landfarartæki rauf
hljóðmúrinn.