Kjarninn - 26.09.2013, Page 93

Kjarninn - 26.09.2013, Page 93
02/04 kjarninn Exit til 67 hestöfl, sem knúðu 1.450 kg bifreiðina áfram hægt og sígandi uns methraða var náð. Ökuþórinn frækni var sonur gúmmíframleiðanda, verkfræðingur að mennt og bar viðurnefnið Rauði djöfullinn (Le Diable Rouge) vegna eldrauðs hárs og skeggs sem hann skartaði. Jenatzy hafði þá um nokkurt skeið háð harða keppni við aðra ævintýramenn sem einnig þráðu að eiga heims- ins hraðskreiðasta bíl. Um þetta leyti hafði Jenatzy og keppinautum hans orðið ljóst hversu veigamiklu hlut- verki loftmótstaða gegndi þegar smíða átti hrað skreiðan bíl. Þeir voru innblásnir af hönnun loftskipa, sem líktust einna helst risavöxnum vindlum. Spurður um þá tilfinningu að aka hraðar en almennt var talið að mannslíkaminn gæti þolað svaraði Jenatzy: ,,Þér finnst sem bíllinn takist á flug og þeysist áfram eins og loftskeyti ofan jörðu. Hvað ökumanninn varðar stífnar líkami hans upp til að standast loftþrýstinginn; hann starir um það bil 200 fet fram á veginn; skynfæri hans eru á varðbergi.“ Á þessum árum var samkeppni hörð á milli fram- leiðenda rafbíla og bensínknúinna bíla og tvísýnt um hvor myndi hafa yfirhöndina á bílamarkaði. Bensínið og sprengihreyfillinn tóku þó forystuna fljótlega upp úr þessu. Bifreið Jenatzy var í raun sú síðasta af raf bílum sem settu opinbert hraðamet, en upp úr þessu voru bensín knúnir bílar (og einstaka gufuknúinn) í farar- broddi á því sviði. Á okkar dögum hefur methraðinn margfaldast og stendur heimsmetið nú í 707 km á klukkustund, í flokki hjóldrifinna farartækja, sett á saltsléttunum í Utah í Bandaríkjunum fyrir rétt um ári. Ef talin eru með ökutæki knúin þotuhreyflum er heimsmetið nokkru eldra, frá árinu 1997. Það var einnig sett í Bandaríkjunum og nemur tæpum 1.228 km á klukkustund, í fyrsta sinn sem landfarartæki rauf hljóðmúrinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.