Kjarninn - 26.09.2013, Page 98

Kjarninn - 26.09.2013, Page 98
03/04 kjarninn Exit sólvindurinn óhindrað og rekst ekki á vind frá öðrum stjörnum. Sólvindshvolfið er í laginu eins og egg. Sólin er við annan enda hvolfsins því hún ferðast um Vetrar- brautina eins og fley sem ýtir hafinu á undan sér. Fyrir utan hvolfið er milligeimurinn – geimurinn milli stjarnanna. Í 36 ár hafa Voyager-förin siglt um sólvindshvolfið. Voyager 1 er komið lengra en systurfarið og er nú 125 sinnum fjær sólu en jörðin – 19 milljarða km í burtu. Búið er að slökkva á flestum mælitækjum en sum senda enn upplýsingar til jarðar. Voyager 1 er svo órafjarri að gögnin eru næstum 18 klukkustundir að berast okkur. Árið 2004 nam Voyager 1 aukinn þrýsting frá gasi úr milligeimnum á sólvindshvolfið. Þá hófu vísindamenn leit að vísbendingum um komu geimfarsins út í milligeiminn. Í apríl 2013 sýndu mælingar að Voyager 1 var baðað gasi sem var 40 sinnum þéttara en mælst hafði við ytri mörk sólvindshvolfsins. Þéttleikinn var í takt við það sem búast mátti við í milligeimnum. Fljótlega fundust eldri mælingar sem einnig sýndu breytingar á þéttleika gassins. Útreikningar sem gerðir voru í kjölfarið sýndu að Voyager 1 hafði farið út fyrir sólvindshvolfið í ágúst 2012. Voyager 1 var, fyrst geim- fara, byrjað að sigla milli stjarna í Vetrarbrautinni! Flöskuskeyti í alheimshafið Voyager 1 hefur ekki yfirgefið sólkerfið þótt út fyrir sólvinds hvolfið sé komið. Geimfarið er í ríki hala- stjarnanna og verður þar næstu þrjátíu þúsund ár. Voyager 1 er hraðfleygasta farartæki sem menn hafa smíðað. Skipið siglir nú á móti vindi frá stjörnum Vetrarbrautarinnar á meira en 60.000 km/klst. Á þessum hraða kæmist farið milli Reykjavíkur og Akureyrar á 15 sekúndum og væri rétt rúmar tvær mínútur að ferðast frá Reykjavík til Kaupmannahafnar. Þrátt fyrir þennan mikla hraða munu líða meira en 40 þúsund ár þar til Voyager 1 hittir fyrir aðra stjörnu. Hlustaðu á Voyager-plötuna á goldenrecord.org
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.