Kjarninn - 26.09.2013, Qupperneq 102
02/02 kjarninn Exit
En hver er galdurinn á bak við þessa velgengni?
ŋ Frá upphafi hefur sami kjarni starfsfólks séð um
alla hönnun, forritun og persónusköpun í leiknum.
Bræðurnir bresku Sam og Dan Houser eru helstu
arkitektarnir. Þeir hafa haldið um þræðina og
skapað þann einstaka anda sem aðdáendum leiksins
líkar svo vel við.
ŋ Leikurinn gerist í Suður-Kaliforníu og byggir um-
hverfi leiksins ekki síst á kortagrunni af svæðinu.
ŋ Leikurinn gerist í nútímanum, á árunum sem graf-
ísk vinnsla hans átti sér stað, á árunum 2011 til 2013.
ŋ Hægt er að vera þrír karakterar í leiknum, Michael,
Trevor eða Franklin. Leikarinn Ned Luke ljáir Mich-
ael rödd sína í leiknum, en spilarar geta skipt á milli
karaktera í spilun ef þeir eru ekki í miðju verkefni í
leiknum.
ŋ Í leiknum er hægt að fara í golf, jóga, á veiðar, á
sæþotur, í fallhlífarstökk, í tennis, keilu, á uppistand
og fleira og fleira. Gríðarleg vinna hefur verið lögð í
þennan afþreyingarhluta leiksins.
ŋ Markmiðið í leiknum er að ljúka mörgum verk-
efnum, sem eru mismunandi erfið. Mörg þeirra eru
glæpatengd. Að lokum eru peningar sem ráðandi
þáttur í öllum aðgerðum. Með þeim eru spilarar
verðlaunaðir fyrir að ljúka verkefnum.
ŋ Ríflega 3,5 milljónir Bandaríkjamanna for pöntuðu
leikinn áður en hann fór í formlega sölu. Þar af pant-
aði 2,1 milljón leikinn á Xbox 360 leikja tölvuna frá
Microsoft en 1,4 milljónir manna fyrir Play station
3. Þetta kom mörgum á óvart, en góðri auglýsinga-
herferð fyrir Xbox hefur verið þakkað fyrir.
ŋ Leikurinn hefur fengið meðaleinkunnina 9,7 af 10 hjá
stærstu tölvuleikjablöðunum.
ŋ Áætlanir Rockstar gerðu ráð fyrir að leikurinn
myndi seljast í 25 milljónum eintaka á fyrsta árinu
en allt útlit er fyrir að fjöldi seldra eintaka verði nær
80 milljónum.