Kjarninn - 26.09.2013, Page 104
02/04 kjarninn Exit
fyrir stóru afþreyingarframleiðslufyrirtækin í Banda-
ríkjunum. Kjarninn tók saman þær helstu.
Skítug stríð og ríkisfangslaus þjóð
Dirty Wars, eða Sóðaleg stríð upp á íslensku, er
heimildar mynd sem frumsýnd var á Sundance-
hátíðinni í janúar síðastliðnum. Í henni er rannsóknar-
blaðamanninum Jeremy Scahill fylgt inn í falinn heim
þeirra leynistríða sem Bandaríkin hafa stundað á stöð-
um eins og Afganistan, Jemen, Sómalíu og víðar. Scahill
skrifaði bók um sama efni, sem hét Blackwater og kom
út árið 2007. Hún varð alþjóðleg metsölubók.
Myndin er sögð dansa á mörkum heimildarmyndar
og skáldskapar og bera með sér sterkan kvikmyndastíl.
Einhvers konar spennandi einkaspæjarasaga. Eftir að
myndin var tekin til almennra sýninga var hún einungis
sýnd í fjórum kvikmyndahúsum. Á Íslandi verður hún
sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri er Richard Rowley.
Önnur hápólitísk heimildarmynd sem sýnd verður
á hátíðinni er State 194, sem er leikstýrt af Dan Setton
og var frumsýnd í fyrra. Hún fjallar um deilurnar fyrir
botni Miðjarðarhafs, baráttu Palestínumanna fyrir eigin
ríki og þá einstaklinga sem leikið hafa lykilhlutverk í
þeim undanfarin ár. Sérstaklega er fylgst með Salam
Fayyad, forsætisráðherra Palestínu, og aðgerðar áætlun
hans frá árinu 2009 sem átti að sýna palestínsku þjóð-
inni fram á að hún ætti skilið ríkisfang. Eitt þeirra
skrefa sem stigið var í þeirri viðleitni var að sækjast eftir
stöðu áheyrnarríkis hjá Sameinuðu þjóðunum. Sam-
þykkt þess var mikilvæg og fyrir mörgum talin jafngilda
því að Sameinuðu þjóðirnar hefðu gefið út fæðingar-
vottorð fyrir Palestínu, á sama hátt og þær gerðu slíkt
hið sama fyrir Ísrael árið 1947. Myndin var frumsýnd á
kvikmyndahátíðinni í Toronto í fyrra og fór í mjög tak-
markaða dreifingu innan Bandaríkjanna í vor. State 194
verður sýnd í Háskólabíói.