Kjarninn - 10.04.2014, Side 25

Kjarninn - 10.04.2014, Side 25
21/22 2 umsókn um aðild dregin til baka Í byrjun febrúar sigldi rikisstjórnin nokkuð lygnan sjó. Fólk var farið að gleyma veiðigjaldabíóinu og of fáir nenntu að vera með vesen út af náttúruverndar- lögunum. Hinn 18. febrúar lagði Hagfræði- stofnun Háskóla Íslands fram skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópu- sambandið. Skýrslan þótti fín en ekkert í henni var þess eðlis að hún krefðist drastískra aðgerða sem engan tíma mætti missa við að hrinda í framkvæmd. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis ráðherra leit öðruvísi á málið. Þremur dögum síðar lagði hann fram þingsályktunartillögu um að draga umsóknina til baka, sem var svo ótrúlega orðuð að hún er nánast fordæmalaus. Síðan þetta gerðist hafa rúmlega 53 þúsund manns, 22,1 prósent kosningabærra manna á Íslandi, skrifað undir áskorun á Alþingi um að leggja þingsályktunar tillöguna til hliðar og boða til þjóðar atkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna. Samstöðufundir hafa verið haldnir á Austur velli hvern einasta laugardag vikum saman og gríðarlega hratt hefur gengið á pólitíska inneign nýju ríkisstjórnarinnar. Hún mælist nú óvinsælli en sú síðasta. Það átti varla að vera hægt.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.