Kjarninn - 10.04.2014, Page 62

Kjarninn - 10.04.2014, Page 62
53/53 græjur kjarninn 10. apríl 2014 53/53 græjur tækni Þrívíddarprentari á viðráðanlegu verði fyrir neytendur Þrívíddarprentarinn Micro frá M3D mun kosta aðeins 33.000 krónur og er sérstaklega hannaður með hinn al- menna neytanda í huga. Þetta varð ljóst á mánudag þegar Micro safnaði markmiðsupphæðinni 50.000 Bandaríkja- dölum á innan við ellefu mínútum með hópfjármögnunum á vefnum. Nú, tveimur dögum eftir að fjármögnunin hófst, hefur Micro verið fjármagnað um 3.322% af upphaflegu markmiði, sem jafngildir 186.398.800 krónum. bþh YEVVO Nýtt frá sömu gæjum og komu með Snapchat. Algjör snilld. Með einu klikki byrjar maður beina útsendingu í gegnum snjalltækið. Við höfum oft notað þetta á FM957 og á nokkrum sekúndum fengum við tæpa þúsund áhorfendur. SNAPCHAT Það er kannski ekki kúl að nefna Snapchat á þessum lista en ég verð nú bara að gera það. Fátt skemmti- legra en virkilega góðir Snapchat-vinir. FM HANDHELD Ég kynni mesta tímaþjóf sögunnar. Algjör snilld að geta tekið símann eða snjalltækið upp og vera kominn í Football Manager á nokkrum sekúndum. Football Manager hefur komið mér í gegnum allnokkrar flug- og strætóferðir. Yngvi Eysteinsson útvarpsmaður á FM957 „Ég á iPad“ Prentarinn frá Micro er aðeins 18,5 sentimetrar á alla kanta og vegur aðeins tæpt kíló. Þrívíddarprentarinn styður Windows, OSx-stýri- kerfið frá Apple og Linux. Því ættu allir að geta notað prentarann. Prentarinn getur prentað úr alls kyns hráefn- um. Meðal hráefna sem hann styður eru nælon, hitadeigt alífatískt pólýester og akrýlnítrílbút- adíenstýren. Tækið er svo einfaldlega tengt með hefð bundnu USB-tengi í tölvuna. Sérstakur hugbúnaður fylgir prentaranum. Svo er það ímyndunaraflið sem ræður för.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.