Kjarninn - 17.04.2014, Blaðsíða 5
02/03 LEiðari
að mál tengd bankahruninu verði gerð upp. Það er mikil-
vægt fyrir samfélagið í heild sinni að sem flestir vafasamir
gjörningar sem viðgengust innan íslenska bankakerfisins í
aðdraganda hrunsins verði dregnir fram í dagsljósið, bæði
til að læra af þeim (sem ekki virðist vanþörf á þessi dægrin)
og ekki síður svo að þjóðin geti farið að draga inn andann að
fullu á ný.
Margir eru nefnilega skiljanlega enn herptir af reiði
vegna bankahrunsins. Það ríkir enn mikið
vantraust á meðal almennings til fjármála-
stofnana, svo ekki sé talað um Alþingi sem
margur hristir höfuðið yfir. Þjóðin er enn í
sárum, og lykillinn að því að halda áfram og
byggja upp er að gera upp sakirnar við for-
tíðina. Á meðan á Alþingi þrífst grímulaus
hagsmunagæsla fyrir höfuðatvinnuvegina
mun traustið til þingsins ekki bera barr sitt
í náinni framtíð. Hrunið hafði nefnilega þá
jákvæðu hliðarverkun að nú virðast fleiri
hafa áhuga á pólitík og umræðu, og færri
kaupa gamaldags frændhygli og þjóðernis-
gorgeir eins og hefur því miður tíðkast á
hinu háa Alþingi. Þjóðin lætur ekki bjóða
sér hvað sem er lengur, hún er nefnilega
komin upp á tærnar. Þessi fullyrðing skýtur
auðvitað skökku við í ljósi yfirburðasigurs
Framsóknarflokksins í síðustu alþingis-
kosningum, en hver kýs ekki með því að fá
gefins peninga, og það frá hrægömmunum sem eiga þrotabú
föllnu bankanna?
Embætti Sérstaks saksóknara hefur nánast frá stofnun
setið undir gagnrýni útrásarvíkinga og skósveina þeirra,
fyrir seinagang við rannsóknir og illsku gagnvart þeim sem
þó hafa réttarstöðu sakborninga, margir hverjir, í fjölda
mála. Tilgangur þeirra sem hamast við að gera embættið
ótrúverðugt er skýr, að draga úr trúverðugleika embættisins
og kasta um leið rýrð á málatilbúnað embættisins. Lögmenn
„Þetta fólk hefur
beðið eftir því að
fá upplýsingar,
sem það hefur ekki
möguleika á að
nálgast sjálft, svo
það geti mögulega
leitað réttar síns.
Af hverju á tak-
mörkun á aðgengi
upplýsinga að vinna
með þeim sem báru
ekki síst ábyrgð á
því hvernig fór?“