Kjarninn - 17.04.2014, Blaðsíða 17

Kjarninn - 17.04.2014, Blaðsíða 17
08/08 EfnahagSmáL PeningamarkaðSSjóður fullur af eitruðum eignum Peningamarkaðssjóðir voru mörgum hugleiknir þegar bankarnir hrundu, enda höfðu margir valið að setja sparnað sinn inn í þá í stað þess að geyma hann á innlánum. Ástæðan var einföld, loforð um mun betri ávöxtun. Þar fór SPRON fremst í flokki. Sjóðurinn lofaði viðskiptavinum sínum mikilli ávöxtun. Vegna þess að viðskiptavinir fjármála stofnana voru ítrekað hvattir til að færa fé inn í þessa sjóði héldu margir að vilyrði ríkisins um að tryggja innstæður myndi líka eiga við um sjóðina. Það var rangt mat. Sjóðir stóru bankanna greiddu hins vegar hlutdeildarskírteinishöfum sínum út úr sjóðunum hluta eigna sinna og slitu þeim í kjölfarið. Hlutfall útgreiðslu byggði á ofmati á þeim eignum sem voru inni í peningamarkaðssjóðunum. SPRON var ekki í sömu stöðu og stóru bankarnir hvað þetta varðar. Sjóðurinn fékk PwC og KPMG til að leggja mat á virði þeirra eigna sem voru í sjóðnum eftir hrun. Endurskoðendafyrirtækin komust að þeirri niðurstöðu að 73 prósent af virði þeirra bréfa sem þar var að finna myndu innheimtast. Í matinu var meðal annars reiknað með að 91 prósent af skuldabréfum Baugs myndi innheimtast. SPRON gekk lengra en matið og greiddi út 85,52 prósent. Sjóður SPRON var fullur af vondum eignum. Uppistaða eigna hans, utan innlána, var bréf frá Samson, Existu, FL Group, Atorku, Baugi Group, Milestone, Sparisjóði Mýrasýslu og Landic Property. Öll þessi félög hafa orðið gjaldþrota eða farið í gegnum nauðasamninga. Ljóst er að lítið hefur innheimst af skuldabréfum þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.