Kjarninn - 17.04.2014, Blaðsíða 12

Kjarninn - 17.04.2014, Blaðsíða 12
04/08 EfnahagSmáL útlán án veða Samhliða því að SPRON fjárfesti í áhættusömum hluta- bréfum, að mestu beint eða óbeint í Existu og Icebank (síðar Sparisjóðabankanum), reyndi sjóðurinn allt sem hann gat til að stækka umfang sitt til að hanga í útrásarbönkunum. Útlán hans jukust til að mynda gríðarlega á árunum fyrir hrun. Vegna þessa þrefölduðust heildareignir SPRON á árunum 2006 til 2007 og voru í lok þess tímabils orðnar 224 milljarðar króna. Til að fjármagna allt þetta ævintýri jók SPRON mjög hlut- fall erlendrar lántöku, aðallega frá þýskum og japönskum fjármálastofnunum, mjög á síðustu árum starfsævi sinnar. Hún þrefaldaðist til að mynda frá lokum árs 2005 og út árið 2007. Samkvæmt skýrslunni voru útlánin aðallega drifin áfram af lánum til fjárfestinga í byggingaverkefnum og hluta- bréfum. Í henni segir: „Afskriftaframlagið hélt hvergi nærri í við útlánavöxtin og var umtalsvert lægra en hjá öðrum sparisjóðum, þar til í árslok 2008 þegar niðurfærsluhlutfallið nam tæp- um 17% af útlánum.“ Í árslok 2008 voru 38 milljarðar króna á afskriftarreikningi SPRON. Fyrir þann tíma höfðu þau mest verið um 1,4 milljarðar króna í árslok ársins 2007. Það þýðir á mannamáli að 38 milljarðar króna af útlánum sjóðsins hið minnsta voru því sem næst tapaðir. Þessi útlán, sérstaklega til hlutabréfakaupa, vöktu athygli eftirlitsaðila. Fjármála- eftirlitið gerði til að mynda athugun á útlánaáhættu sjóðsins í september 2007 og gerði í kjölfarið alvarlega athugasemd við að tryggingarþekja verðbréfa hefði lækkað mikið og „væri ekki í samræmi við ákvæði í lánareglum sparisjóðsins“. SPRON lánaði líka mikla fjármuni til kaupa á stofnfé í sjálfum sér. Alls var sjóðurinn með handveð í 14 prósentum af „framreiknuðu heildarnafnverði stofnfjárbréfa í spari- sjóðnum“. Slíkt er andstætt lögum um fjármálafyrirtæki. „Nefndin rannsakaði stærstu lántakendur SPRON sérstak lega. Í úrtakinu voru 29 lánahópar. Umfang fyrirgreiðslu þeirra nam samtals 43,7 milljörðum króna í lok árs 2008.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.