Kjarninn - 17.04.2014, Síða 12

Kjarninn - 17.04.2014, Síða 12
04/08 EfnahagSmáL útlán án veða Samhliða því að SPRON fjárfesti í áhættusömum hluta- bréfum, að mestu beint eða óbeint í Existu og Icebank (síðar Sparisjóðabankanum), reyndi sjóðurinn allt sem hann gat til að stækka umfang sitt til að hanga í útrásarbönkunum. Útlán hans jukust til að mynda gríðarlega á árunum fyrir hrun. Vegna þessa þrefölduðust heildareignir SPRON á árunum 2006 til 2007 og voru í lok þess tímabils orðnar 224 milljarðar króna. Til að fjármagna allt þetta ævintýri jók SPRON mjög hlut- fall erlendrar lántöku, aðallega frá þýskum og japönskum fjármálastofnunum, mjög á síðustu árum starfsævi sinnar. Hún þrefaldaðist til að mynda frá lokum árs 2005 og út árið 2007. Samkvæmt skýrslunni voru útlánin aðallega drifin áfram af lánum til fjárfestinga í byggingaverkefnum og hluta- bréfum. Í henni segir: „Afskriftaframlagið hélt hvergi nærri í við útlánavöxtin og var umtalsvert lægra en hjá öðrum sparisjóðum, þar til í árslok 2008 þegar niðurfærsluhlutfallið nam tæp- um 17% af útlánum.“ Í árslok 2008 voru 38 milljarðar króna á afskriftarreikningi SPRON. Fyrir þann tíma höfðu þau mest verið um 1,4 milljarðar króna í árslok ársins 2007. Það þýðir á mannamáli að 38 milljarðar króna af útlánum sjóðsins hið minnsta voru því sem næst tapaðir. Þessi útlán, sérstaklega til hlutabréfakaupa, vöktu athygli eftirlitsaðila. Fjármála- eftirlitið gerði til að mynda athugun á útlánaáhættu sjóðsins í september 2007 og gerði í kjölfarið alvarlega athugasemd við að tryggingarþekja verðbréfa hefði lækkað mikið og „væri ekki í samræmi við ákvæði í lánareglum sparisjóðsins“. SPRON lánaði líka mikla fjármuni til kaupa á stofnfé í sjálfum sér. Alls var sjóðurinn með handveð í 14 prósentum af „framreiknuðu heildarnafnverði stofnfjárbréfa í spari- sjóðnum“. Slíkt er andstætt lögum um fjármálafyrirtæki. „Nefndin rannsakaði stærstu lántakendur SPRON sérstak lega. Í úrtakinu voru 29 lánahópar. Umfang fyrirgreiðslu þeirra nam samtals 43,7 milljörðum króna í lok árs 2008.“

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.