Kjarninn - 17.04.2014, Blaðsíða 10
03/08 EfnahagSmáL
var vegna fjárfestingarstarfsemi. Í skýrslunni segir enda að
„Vaxtamunur hjá sparisjóðnum [hafi] minnkað töluvert á
sama tíma [...] Þetta endurspeglar þá miklu áherslubreytingu
sem varð hjá sparisjóðnum á tímabilinu er tekið var að
horfa meira til fjárfestingarstarfsemi en hefðbundinnar
sparisjóðastarfsemi“.
Þessi fjárfestingarbankastarfsemi snerist aðallega um
að eiga hlutabréf og bókfæra hækkandi gengi þeirra sem
hagnað.
Seldu Stofnfjárbréf í „glugganum“
Skömmu áður en SPRON fór á hlutabréfamarkað
í október 2007 var opinn svokallaður „gluggi“ þar
sem stofnfjáreigendur gátu selt stofnfé án þess að
gefið yrði upp hverjir seldu. Fjölmiðlar greindu frá
því í lok árs 2007 og byrjun árs 2008 að á meðal
þeirra sem seldu hefðu verið stjórnarmenn og
sparisjóðsstjóri SPRON. Þau þurftu því ekki að taka
á sig það mikla fall sem varð á bréfum í SPRON eftir
að hann var skráður á markað.
Þessar sölur horfðu skakkt við mörgum enda sala á
eignum oft talin til marks um að seljandinn hafi ekki
trú á fyrirtækinu sem selt er í. Í skýrslunni er til-
greint nákvæmlega hverjir af þessum lykilmönnum,
og mökum þeirra, það voru sem seldu stofnfjárbréf
á þessum tíma. Stjórnarmennirnir voru þau Hildur
Petersen, formaður stjórnar, Gunnar Þór Gísla-
son í gegnum Sundagarða ehf. og Jóhann Ásgeir
Baldurs. Eiginkona Guðmundar Haukssonar seldi 90
prósent stofnfjárhluta sinna og Halldór Kolbeins-
son, eiginmaður Hildar Petersen seldi 23 prósent
stofnfjárhluta sinna. Alls seldu stjórnarmenn,
sparisjóðsstjóri og aðilar tengdir þeim 30 prósent af
bréfum sínum í „glugganum“. Þau seldu auk þess 28
prósent allra þeirra bréfa sem seld voru í honum.