Kjarninn - 17.04.2014, Blaðsíða 10

Kjarninn - 17.04.2014, Blaðsíða 10
03/08 EfnahagSmáL var vegna fjárfestingarstarfsemi. Í skýrslunni segir enda að „Vaxtamunur hjá sparisjóðnum [hafi] minnkað töluvert á sama tíma [...] Þetta endurspeglar þá miklu áherslubreytingu sem varð hjá sparisjóðnum á tímabilinu er tekið var að horfa meira til fjárfestingarstarfsemi en hefðbundinnar sparisjóðastarfsemi“. Þessi fjárfestingarbankastarfsemi snerist aðallega um að eiga hlutabréf og bókfæra hækkandi gengi þeirra sem hagnað. Seldu Stofnfjárbréf í „glugganum“ Skömmu áður en SPRON fór á hlutabréfamarkað í október 2007 var opinn svokallaður „gluggi“ þar sem stofnfjáreigendur gátu selt stofnfé án þess að gefið yrði upp hverjir seldu. Fjölmiðlar greindu frá því í lok árs 2007 og byrjun árs 2008 að á meðal þeirra sem seldu hefðu verið stjórnarmenn og sparisjóðsstjóri SPRON. Þau þurftu því ekki að taka á sig það mikla fall sem varð á bréfum í SPRON eftir að hann var skráður á markað. Þessar sölur horfðu skakkt við mörgum enda sala á eignum oft talin til marks um að seljandinn hafi ekki trú á fyrirtækinu sem selt er í. Í skýrslunni er til- greint nákvæmlega hverjir af þessum lykilmönnum, og mökum þeirra, það voru sem seldu stofnfjárbréf á þessum tíma. Stjórnarmennirnir voru þau Hildur Petersen, formaður stjórnar, Gunnar Þór Gísla- son í gegnum Sundagarða ehf. og Jóhann Ásgeir Baldurs. Eiginkona Guðmundar Haukssonar seldi 90 prósent stofnfjárhluta sinna og Halldór Kolbeins- son, eiginmaður Hildar Petersen seldi 23 prósent stofnfjárhluta sinna. Alls seldu stjórnarmenn, sparisjóðsstjóri og aðilar tengdir þeim 30 prósent af bréfum sínum í „glugganum“. Þau seldu auk þess 28 prósent allra þeirra bréfa sem seld voru í honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.