Kjarninn - 17.04.2014, Blaðsíða 26
02/04 grEining
átti til að mynda í félögum sem fjárfestu í fasteignum í Berlín
og stóðu að útrás Remax og sölu á kvennmannsnærfatnaði í
öðrum Evrópulöndum.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknar-
nefndar um starfsemi sparisjóðanna sem birt var í síðustu
viku.
tugmilljarða kostnaður lendir á skattgreiðendum
Þær pólitísku hugmyndir sem voru uppi um endurreisn
sparisjóðakerfisins með einhverja af þessum sjóðum sem nýtt
hryggjarstykki, sérstaklega Sparisjóðinn í Keflavík eða Byr,
voru því eftir á að hyggja andvana fæddar. Í þær hefði aldrei
átt að ráðast.
Ástand þessara sjóða vegna slælegs reksturs, mikillar
áhættusækni, undirlægju semi við ákveðnar fjármála- og
viðskipta blokkir og vanþekkingar eða -getu starfsmanna sem
fóru með mikil fjárráð, og dregið er fram í skýrslu rann-
sóknarnefndarinnar, sýna að raunhæfi slíkra hugmynda var
ekkert. Niðurstaðan er að heildarkostnaður sem þegar hefur
fallið á hið opinbera, skattgreiðendur, vegna erfiðleika og
falls sparisjóðanna, er nú þegar rúmir 33 milljarðar króna.
Uppistaðan í því tapi er kostnaður vegna Sparisjóðsins í
Keflavík, rúmir 19 milljarðar króna án tillits til vaxta.
Auk þess ríkir enn óvissa um hvort og hvað muni falla til
vegna uppgjörs við slitastjórn Sparisjóðabankans. Seðlabanki
Íslands lýsti 215 milljarða króna kröfu í þrotabú bankans en
lítill hluti krafnanna hefur verið samþykktur. Þessar kröfur
eru vegna hinna svokölluðu endurhverfu viðskipta þar sem
Sparisjóðabankinn var milliliður. Hann fékk lán hjá Seðla-
banka Íslands og endurlánaði þau svo til viðskiptabanka og
sparisjóða. Viðbúið er því að tugir milljarða króna til við-
bótar tapist vegna þessarra lána.
Beintengdir við viðskipta- og bankablokkir
Þrír sjóðanna: SPRON, Sparisjóðurinn í Keflavík og Spari-
sjóður Mýrasýslu, beintengdu hagsmuni sína við Kaupþing
í gegnum beint og óbeint eignarhald á hlutabréfum í Existu,
„Kjarnastarfsemi
þeirra var ónýt,
vaxtamunur lítill
eða enginn og
sumum þeirra
tókst meira að
segja ekki að
hagnast á því
að lána út verð-
tryggð íbúðalán.
Lán voru veitt
án nægjanlegra
trygginga og lán-
að var til stofn-
fjárkaupa með
veði í bréfunum
sjálfum, sem er
andstætt lögum.“