Kjarninn - 17.04.2014, Page 58

Kjarninn - 17.04.2014, Page 58
02/03 mEnning heaven is for real Kvikmyndin Heaven Is for Real skartar Greg Kinnear og Kelly Reilly í aðal hlutverkum ásamt ný- stirninu Connor Corum, en hún er byggð á samnefndri sannsögulegri metsölubók Todd Burpo. Burpo, sem Kinnear leikur, sá sig knúinn til að deila með heiminum reynslu sonar síns sem kvaðst hafa heim- sótt himnaríki er hann lá milli heims og helju eftir alvarleg veikindi. Leikstjóri kvikmyndar- innar er Randall Wallace, en hann leikstýrði meðal annars myndunum We Were Soldiers, með Mel Gibson í aðalhlutverki, og The Man in the Iron Mask með Leonardo DiCaprio. Wallace var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir handritið að Braveheart. Búist er við að kvikmyndin Heaven Is for Real muni fá góða aðsókn um páskana. godzilla Önnur Hollywood-myndin um japanska skrímslið Godzilla verður frum- sýnd í Bandaríkjunum um páskahelgina. Fyrri myndin var frumsýnd árið 1998 og er einna frægust fyrir titillag myndarinnar sem Jamiroquai samdi. Sjálfur Heisenberg, stór- leikarinn Bryan Cranston, fer með aðalhlutverkið í myndinni, sem er leikstýrt af breska leikstjóranum Gareth Edwards. Um dæmigerða hamfaramynd er að ræða sem virðist hlaðinn tæknibrellum, enda án þeirra erfitt að gera því skil þegar skrímsli á stærð við Hörpu gerir strandhögg í Bandaríkjunum. Kid Cannabis Kvikmyndin Kid Cannabis er byggð á sönnum at- burðum. Hún fjallar um átján ára gamlan fyrr- verandi menntaskólanema í Idaho sem byggði upp fíkniefnastórveldi með því að smygla maríjúana til Bandaríkjanna frá Horfa á stiklu Horfa á stiklu Horfa á stiklu

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.