Kjarninn - 17.04.2014, Blaðsíða 52

Kjarninn - 17.04.2014, Blaðsíða 52
02/05 LÍfSStÍLL hugsanlega langdregnir hátíðatónleikar. Á dagskrá útvarps og sjónvarps eru alvöruþrungnar úttektir og umfjallanir um dauða og pínu Jesú Krists milli þess sem heil tónverk sem hæfa tilefninu eru flutt í fullri lengd. Þetta voru seigdrepandi, langdregnir og umfram allt ofboðslega leiðinlegir páskar og aðferðin við að fagna þeim hefur áreiðanlega gert fleiri fráhverfa trúarbrögðum en öll biskupsmál seinni tíma samanlagt. Páskarnir í dag eru hátíð páskaeggsins, dýrðaróður til stjórnlauss súkkulaðiáts, og eggið er eins konar miðpunktur eða háaltari í þeirri dýrkun. Við höfum löngu gleymt því hvað gerðist á skírdag og hvers vegna föstudagurinn er svona óbærilega langur en í hugum okkar allra er páskaeggið skýrasta táknmynd þessarar hátíðar. Páskaeggið er orðið að eins konar hlutgervingi fyrir hátíðina og hinir svokölluðu málshættir sem það inniheldur nálgast óðum stöðu véfréttar eða spádóms. Opnun páskaeggsins og lestur málsháttarins verður hápunktur hátíðar sem við vitum ekki lengur hvers vegna er hátíð. páskaeggið holdgervingur freistarans Það er ekkert kristilegt við páskaegg. Páskaegg er bílífi, eftirgjöf og synd. Súkkulaði er oft líkt við freistingar sem við ættum að láta eftir okkur og það er oft sagt vera „synd- samlega gott“. Páskaeggið er í raun holdgerving freistarans, birtingarmynd djöfulsins í páskahaldi okkar tíma. Allt þetta skal ég gefa þér ef þú fellur fram og tilbiður mig og étur mig. Ef við lítum á páskana þessum augum verður okkur ljóst að djöfullinn hefur sigrað, súkkulaðið ræður yfir páskunum og Kristur hefur verið gerður útlægur. Algeng stærð á páskaeggi er á bilinu 250-400 grömm. Hver 100 grömm af mjólkursúkkulaði innihalda 550 hita- einingar. Við þær bætast svo hitaeiningar í sælgæti sem er að „Þetta voru seigdrepandi, langdregnir og umfram allt ofboðslega leiðin legir páskar og aðferðin við að fagna þeim hefur áreiðanlega gert fleiri fráhverfa trúar- brögðum en öll biskupsmál seinni tíma samanlagt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.