Kjarninn - 17.04.2014, Blaðsíða 6
03/03 LEiðari
á himinháaum launum hafa meira að segja gert sig að fíflum
með því að segja sig frá málum áður en til kastanna kemur.
Það verður dómstólanna að skera úr um málatilbúnað
embættisins, sekt eða sakleysi hinna ákærðu, engra annarra.
Það er nefnilega ekki síður mikilvægt að þeir sem báru
ábyrgð á hruninu verði sóttir til saka og dæmdir til að úr
þeim verði gerð víti til varnaðar fyrir græðgiskarla fram-
tíðarinnar. Ef þjóðin fær ekki réttlæti fyrir skaðann sem hún
varð fyrir munu sár hennar aldrei eiga möguleika á að gróa
svo nokkru nemur.
Það er mikið réttlætismál að Alþingi láti vinna skýrslur
um það sem aflaga fór í aðdraganda hrunsins. Tugþúsundir
einstaklinga, lántaka, stofnfjárhafa, hluthafa og fjölskyldna
urðu fyrir barðinu á gegndarlausu vanhæfi og græðgi lítils
hóps manna, sem virðast hafa verið með tögl og haldir í
flestum húsum þar sem peningar voru til meðferðar fyrir
hrunið mikla. Þetta fólk hefur beðið eftir því að fá upplýs-
ingar, sem það hefur ekki möguleika á að nálgast sjálft, svo
það geti mögulega leitað réttar síns. Af hverju á takmörkun
á aðgengi upplýsinga að vinna með þeim sem báru ekki síst
ábyrgð á því hvernig fór?
Nú liggur fyrir hvað það kostar almenning að lækka verð-
tryggðar húsnæðisskuldir í almennri aðgerð fyrir útvalda.
Það er blóðugt þegar allir eru látnir borga fyrir suma eins og
í fyrrgreindu tilfelli, en kostnaður við uppgjör bankahruns-
ins með tilheyrandi rannsóknarskýrslum og saksóknum er
reikningur sem allir ættu að vera glaðir með að borga.