Kjarninn - 17.04.2014, Blaðsíða 47

Kjarninn - 17.04.2014, Blaðsíða 47
03/05 piStiLL ytra umhverfi stofnana, þ.e. þann lagaramma sem þeim er almennt búinn sem og framkvæmd innan núverandi ramma. Hins vegar fékk hann það hlutverk að fjalla um stöðu for- stöðumannsins sjálfs. úrbóta er þörf Ef marka má tillögur hópsins er þörf á úrbótum á mörgum sviðum í ytra og innra umhverfi stofnana. Þörf er á því að mati skýrsluhöfunda að skilgreina með skýrum hætti sjálf- stæði og ábyrgð stjórnenda á stefnumörkun og rekstri stofn- ana sinna um leið og tryggt verði að ráðherra og þing hafi skýrt mótaðar leiðir til að kalla viðkomandi forstöðumenn til ábyrgðar. Í tillögunum er kallað eftir heildarendurskoðun starfsmannalaga, sem og á fjárlagaferlinu og fjárreiðulögum. Þær tillögur snúa einkum að því að auka aðkomu forstöðu- manna að því ferli og að áætlanir verði gerðar til lengri tíma til þess að vanda undirbúning og aðlögun að breyttum fjárframlögum og verkefnum. Þegar kemur að stöðu forstöðumannsins sjálfs gerði starfshópurinn ýmsar tillögur. Þar á meðal að sett yrði heild- stæð stjórnendastefna ríkisins og miðlægri einingu falin ábyrgð á fyrirkomulagi ráðningarmála, launa ákvarðana, starfsþróunar, hreyfanleika og starfslokum forstöðumanna. Lagt er til að hreyfanleiki forstöðumanna innan ríkis- kerfisins verði aukinn og að felld verði úr gildi sú skylda að upplýsa um nöfn og starfsheiti umsækjenda um laus störf. Lagt er til að fyrirkomulag launaákvarðana forstöðu- manna verði tekið til gagngerrar endurskoðunar og nýtt fyrirkomulag tekið upp. Kallað er eftir því að frammistaða forstöðumanna verði metin reglulega og unnin verði starfs- þróunaráætlun fyrir hvern og einn í þessum hópi, sem bæði taki til þróunar hans í núverandi starfi sem og til frekari starfsþróunar. hvað svo? Góðir hlutir gerast hægt er viðkvæðið þegar óþolinmæði gerir vart við sig. Þó svo að framangreindum tillögum hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.