Kjarninn - 17.04.2014, Page 47
03/05 piStiLL
ytra umhverfi stofnana, þ.e. þann lagaramma sem þeim er
almennt búinn sem og framkvæmd innan núverandi ramma.
Hins vegar fékk hann það hlutverk að fjalla um stöðu for-
stöðumannsins sjálfs.
úrbóta er þörf
Ef marka má tillögur hópsins er þörf á úrbótum á mörgum
sviðum í ytra og innra umhverfi stofnana. Þörf er á því að
mati skýrsluhöfunda að skilgreina með skýrum hætti sjálf-
stæði og ábyrgð stjórnenda á stefnumörkun og rekstri stofn-
ana sinna um leið og tryggt verði að ráðherra og þing hafi
skýrt mótaðar leiðir til að kalla viðkomandi forstöðumenn
til ábyrgðar. Í tillögunum er kallað eftir heildarendurskoðun
starfsmannalaga, sem og á fjárlagaferlinu og fjárreiðulögum.
Þær tillögur snúa einkum að því að auka aðkomu forstöðu-
manna að því ferli og að áætlanir verði gerðar til lengri
tíma til þess að vanda undirbúning og aðlögun að breyttum
fjárframlögum og verkefnum.
Þegar kemur að stöðu forstöðumannsins sjálfs gerði
starfshópurinn ýmsar tillögur. Þar á meðal að sett yrði heild-
stæð stjórnendastefna ríkisins og miðlægri einingu falin
ábyrgð á fyrirkomulagi ráðningarmála, launa ákvarðana,
starfsþróunar, hreyfanleika og starfslokum forstöðumanna.
Lagt er til að hreyfanleiki forstöðumanna innan ríkis-
kerfisins verði aukinn og að felld verði úr gildi sú skylda
að upplýsa um nöfn og starfsheiti umsækjenda um laus
störf. Lagt er til að fyrirkomulag launaákvarðana forstöðu-
manna verði tekið til gagngerrar endurskoðunar og nýtt
fyrirkomulag tekið upp. Kallað er eftir því að frammistaða
forstöðumanna verði metin reglulega og unnin verði starfs-
þróunaráætlun fyrir hvern og einn í þessum hópi, sem bæði
taki til þróunar hans í núverandi starfi sem og til frekari
starfsþróunar.
hvað svo?
Góðir hlutir gerast hægt er viðkvæðið þegar óþolinmæði
gerir vart við sig. Þó svo að framangreindum tillögum hafi