Kjarninn - 17.04.2014, Blaðsíða 24
06/06 EfnahagSmáL
úr 0,5 sterlingspundum í 8,3 sterlingspund á hlut miðað við
verðmat sem byggt var á rauntölum fyrir rétt rúmlega sex
mánaða rekstur og væntingum um framtíðartekjur. Í skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að samkvæmt árs-
uppgjöri Shelley Oak fyrir árið 2007 hafi hagnaður félagsins
numið 15,6 milljónum króna. Eigið fé félagsins nam 79,7
milljónum króna á sama tíma.
Á meðal þeirra hluthafa sem seldu Byr hluti sína í Shelley
Oak voru Saxbygg, félag með tengsl við Jón Þorsteinn
stjórnarformann Byrs, og félagið Quercus, sem var í eigu
áðurnefnds Árna Helgasonar. Félögin fengu hlutabréfin sín
staðgreidd fyrir samtals 1,5 milljónir sterlingspunda. Jón
Þorsteinn vék af fundi þegar hlutabréfaviðskiptin voru sam-
þykkt, en hann skrifaði engu að síður undir kaup samningana
fyrir hönd Byrs.
Áætlað tap Byrs sparisjóðs vegna niðurfærslu hlutafjár í
Shelley Oak og lánafyrirgreiðslna nemur um 2,5 milljörðum
króna. Líklegt má telja að Shelley Oak-málið hafi verið
eitt þeirra sem rannsóknarnefnd Alþingis vísaði til Ríkis-
saksóknara til frekari rannsóknar.