Kjarninn - 17.04.2014, Blaðsíða 13
05/08 EfnahagSmáL
Stærstu lántakendur
Nefndin rannsakaði stærstu lántakendur SPRON sérstak-
lega. Í úrtakinu voru 29 lánahópar. Umfang fyrirgreiðslu
þeirra nam samtals 43,7 milljörðum króna í lok árs 2008 og
hafði þá aukist mjög á skömmum tíma vegna falls íslensku
krónunnar. Veð rýrnuðu á sama tíma mjög mikið, sérstak-
lega vegna fallandi verðmætis hluta- og stofnfjárbréfa. Á
meðal þeirra lánahópa sem voru teknir út voru:
Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar, varð síðar Gift
fjárfestingar félag ehf.
Að veði fyrir lánum til Gift voru sett hlutabréf í Existu hf.,
Straumi-Burðarási hf. og Saga Capital hf. Öll félögin eru
gjaldþrota eða hafa farið í gegnum nauðasamninga. Í lok árs
2008 skuldaði Gift SPRON 1.444 milljónir króna og var öll
upphæðin afskrifuð í lok árs 2008.
Brautarholt 20 ehf. og tengdir aðilar
Hópur sem var meðal annars stórtækur í bygginga geiranum,
skuldaði SPRON samtals um 5,4 milljarða króna í lok árs
2008. Áhættuskuldbindingin var 29,4 prósent af eiginfjár-
grunni sjóðsins. Stór hluti af lánunum var afskrifaður.
Miðvörður ehf.
Miðvörður ehf. var í eigu lykilstarfsmanna hjá Sparisjóðnum
í Keflavík sem tóku lán til stofnfjárkaupa í sjóðnum sínum
og í Byr. Á meðal þeirra sem lánuðu félaginu var SPRON.
Miðvörður varð gjaldþrota í maí 2010 og námu kröfur í búið
um milljarði króna. Þar af var 402 milljóna króna kröfu lýst
vegna lána sem SPRON veitti. Þrjár milljónir króna fengust
upp í þær kröfur.
Icebank-hluthafalán
Síðla árs 2007 keyptu þrettán einkahlutafélög, sum hver
í eigu stjórnenda Icebank hf., 43 prósenta hlut í bankan-
um. Tólf þessara félaga fengu lánað hjá SPRON fyrir 68
prósentum kaupverðsins. Heildarskuldbinding vegna