Kjarninn - 17.04.2014, Síða 46

Kjarninn - 17.04.2014, Síða 46
02/05 piStiLL félag forstöðumanna Forstöðumenn ríkisstofnana eru skemmtilegur samtíningur af ýmiss konar fólki sem í senn sinnir sambærilegum og ólíkum verkefnum þegar kemur að rekstri stofnana. Þessi hópur hefur um árabil stillt saman strengi á vettvangi Félags forstöðu- manna ríkistofnana sem staðið hefur fyrir fræðslu- og félags- starfi af ýmsum toga. Félagið hefur til að mynda verið ötult við að benda á eitt og annað sem færa mætti til betri vegar í starfsumhverfi hins opinbera, verið virkur þátttakandi í ýmsum framfara verkefnum, til dæmis á sviði nýsköpunar, og staðið fyrir málþingum um þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni. Félagið heldur úti vefsíðunni www.ffr.is og er virkt í upplýsinga miðlun á samfélagsmiðlinum Facebook. Eins og gefur að skilja hefur Félag forstöðu manna látið sig sérstaklega varða starfsumhverfi forstöðumanna. Í samræmi við tillögu félagsins var fyrir nokkrum árum settur á laggirnar starfshópur sem fékk það verkefni að skila tillögum um það efni. Skýrsla þessa starfshóps, sem ber yfir skriftina Tillögur starfshóps um vinnuumhverfi forstöðu manna, kom út fyrir tveimur árum síðan og vakti litla sem enga athygli. Það kemur kannski fáum á óvart enda ekkert sér- staklega áhugavert efni ef marka má titil inn og innihaldið kveikir ugglaust heldur ekki í mörgum. Ekki frekar en heróp Helga Björns- sonar hefði kveikt í gestum á árshátíð Félags forstöðumanna, hefði hún verið haldin. En þrátt fyrir óspennandi titil er að finna í þessari skýrslu mikilvægar tillögur og ábendingar um allrahanda úr bætur, bæði sem snúa að forstöðumönnunum sjálfum og ekki síður að starfsumhverfi þeirra; rekstri opinberra stofnana. Starfshópurinn sem skilaði umræddum tillögum fékk tvíþætt hlutverk. Honum var annars vegar falið að fjalla um „Tillögur starfshóps um vinnuumhverfi forstöðumanna komu út fyrir tveimur árum og vöktu litla sem enga athygli. Það kemur kannski fáum á óvart enda ekkert sérstaklega áhuga- vert efni ef marka má titilinn og innihaldið kveikir ugglaust heldur ekki í mörgum.“

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.