Kjarninn - 22.05.2014, Blaðsíða 44

Kjarninn - 22.05.2014, Blaðsíða 44
08/13 ViðTal fékk nóg af landsliðinu Heiðar á að baki farsælan feril með íslenska landsliðinu í fótbolta, en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir landsliðið árið 1999 í vináttuleik á móti Möltu þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir Ríkharð Daðason. Heiðar hætti að spila með landsliðinu árið 2011, eftir 55 leiki og tólf mörk, en árið 2007 tilkynnti hann óvænt að hann myndi ekki gefa framar kost á sér fyrir íslenska liðið. „Á þessum tíma fékk ég bara einhvern veginn nóg af því að spila með landsliðinu. Ég var orðinn þreyttur á þessum endalausu ferðalögum, svo var ég ekkert að fá að spila fyrir landsliðið af neinu viti og ég var hættur að hlakka til að fara í landsliðsferðirnar. Hausinn var ekki lengur hundrað prósent í þessu og þá þýddi ekkert fyrir mig að vera í þessu lengur.“ Heiðar sneri aftur í landsliðið síðla sumars 2008 og segir tilhlökkunina þá hafa komið aftur, en hann hætti endanlega með landsliðinu árið 2011 eins og áður segir. Hann segir bjarta tíma fram undan hjá landsliðinu og telur að þess verði ekki langt að bíða að liðið tryggi sér þátttökurétt á stórmóti í fyrsta sinn. „Við vorum ansi nálægt því að komast þangað núna og sú reynsla mun sitja vel í liðinu. Það eru hörku- leikmenn að spila á Íslandi og hellingur af flottum ungum strákum að koma í gegnum unglingastarfið hjá félögunum. HEiðar tEkinn inn í frægðarHöll WatforD Heiðar var tekinn inn í frægðarhöll (e. Hall of Fame) enska knattspyrnufélagsins Watford á lokahófi félagsins á dögunum. Einn fyrrverandi leikmaður liðsins er að jafnaði tekinn inn í höllina á hverju ári. Heiðar lék við góðan orðstír hjá félaginu, fyrst á árunum 1999 til 2005 og svo aftur á láni tímabilið 2009 til 2010. Hann er dáður á meðal stuðnings- manna félagsins og liðsfélaga, en hann lék 228 leiki með Watford og skoraði í þeim 75 mörk. Í tilefni af viðurkenningunni lét Watford búa til rúmlega tíu mínútna langt myndband um Heiðar, með flottustu mörkunum hans, þar sem fyrrverandi leikmenn og þjálfarar hrósa honum í hástert. Hægt er að horfa á stiklu úr myndbandinu á Youtube-síðu Watford. Heiðar flaug út til Englands til að vera við- staddur þegar honum var veitt viðurkenning fyrir góða frammistöðu fyrir félagið. Í umsögn á vef Watford í tilefni útnefningar- innar segir: „Hugrakkur og hvetjandi framherji sem sýndi óttaleysi sitt strax í fyrsta leik með því að skora gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í janúar árið 2000. [...] Íslendingurinn á fastan sess í hjörtum stuðningsmanna Watford.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.