Kjarninn - 22.05.2014, Blaðsíða 90

Kjarninn - 22.05.2014, Blaðsíða 90
04/06 fóTbolTi 5. porTúgal – 1966 (XVHELRJHJQ1RU²XU.µUHX Portúgalir höfðu aldrei komist á heimsmeistaramót fyrr en 1966 og áttu ekki eftir að komast á mót aftur fyrr en 1986. Engu að síður er frammistaða þeirra frá 1966 ein af þeim magnaðri sem sést hafa. Liðið var að mestu leyti sett saman úr Lissabon-liðunum Sporting og Benfica. Benfica var á þessum tíma eitt besta lið Evrópu og vann til að mynda Evrópukeppni félagsliða árin 1961 og 1962 auk þess að komast í úrslit 1963, 1965 og 1968. Aðalhvatamaðurinn að þessari velgengni var stjörnuframherjinn Eusebio, Svarti pardusinn, sem var ættaður frá Angóla og fæddur í Mósambík og gat skorað að vild. Annar lykil- maður liðsins var Mario Coluna, miðjumaður og fyrir- liði. Coluna var einnig leikmaður Benfica og fæddur í Mósambík. Bæði Eusebio og Coluna létust snemma á þessu ári. Portúgalir unnu alla andstæðinga sína í riðlakeppninni nokkuð auðveldlega, þar á meðal heimsmeistarana sjálfa Brasilíumenn 3-1. Það kom því verulega á óvart að Norður-Kóreumenn komust í 3-0 forystu gegn þeim í 8 liða úrslitum. Eusebio tók þá til sinna ráða og skoraði 4 mörk og Portúgalir unnu 5-3 samanlagt. Þeir töpuðu svo í undanúrslitum gegn gestgjöfunum frá Englandi 2-1 en unnu bronsleikinn gegn Sovétmönnum með sömu markatölu. Eusebio var langmarkahæstur á mótinu með 9 mörk og komst í úrvals lið mótsins ásamt Coluna og miðverðinum Vicente. 6. frakklanD – 1986 6LJXUJHJQ%UDVLO¯XP¸QQXP¯Y¯WDVS\UQX- keppni Frakkar þóttu eitt sigurstranglegasta liðið fyrir mótið 1986. Þeir voru óheppnir að fara ekki lengra fjórum árum áður og voru ríkjandi Evrópumeistarar. Miðjuspilið var aðalsmerki liðsins og var talað um Carr-magique (galdraferninginn) í því samhengi. Miðjuna skipuðu Luis Fernandez, leikmaður Paris St. Germain, Bordeaux-leikmennirnir Jean Tigana og Alain Giresse og svo aðalstjarna liðsins og fyrirliði, Michel Platini, leikmaður Juventus. Reyndar hrjáðu meiðsli liðið á mótinu og bæði Giresse og Platini þurftu að fá sprautur til að geta spilað. Henri Michel þjálfari gat einnig valið úr framherjum á borð við Jean-Pierre Papin og Yannick Stopyra. Liðið byrjaði rólega í riðlakeppninni og varð í öðru sæti, en gerði þó gott jafntefli við Sovétmenn. Frakkar byrjuðu svo að skína í útsláttarkeppninni.Þar unnu þeir Ítali 2-0 í 16 liða úrslitum og Brasilíumenn í vítaspyrnukeppni í 8 liða úrslitum. Það var svo sérlega biturt að tapa fyrir Vestur-Þjóðverjum í undanúrslitum rétt eins og árið 1982. Þjóðverjar unnu 2-0 og franska sóknin virtist algerlega búin á því af meiðslum og þreytu. Frakkar náðu þó að vinna bronsverðlaun gegn Belgum í fram- lengdum leik, 4-2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.