Búskapur hins opinbera 1992-1993 - 01.04.1994, Side 28

Búskapur hins opinbera 1992-1993 - 01.04.1994, Side 28
skilgreiningu þjóðhagsreikninga. í þessu felst að starfsemi opinberra fyrirtækja eða opinberra lánastofnana, sem að mestu er Qármögnuð með gjaldskrárbundnum tekjum eða með sölu á almennum markaði, er ekki talin með opinberri starfsemi, heldur er hún talin til fyrirtækjageirans eða peningastofnana og með viðkomandi atvinnugrein í þjóðhagsreikningum. Fram til þessa hefur starfsemi hins opinbera hérlendis nær eingöngu takmarkast við starfsemi A-hluta ríkissjóðs, sveitarsjóða og almannatrygginga. Skýrslugerð fyrir aðra geira hagkerfisins er því miður skemmra á veg komin og hafa þeir því ekki verið endanlega afmarkaðir. En í þeirri viðleitni að ná til alls hagkerfisins hefur komið í ljós að ýmsa starfsemi utan A-hluta ríkissjóðs, sveitarsjóða og almannatrygginga á sam- kvæmt þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna að flokka með starfsemi hins opinbera. Dæmi hér um er ýmis verðjöfnunar- og verðmiðlunarstarfsemi sem á sér stað í hagkerfinu og miðar meðal annars að því að jafna skilyrði milli landshluta. Hér er Flutningsjöfnunarsjóður olíu og bensíns gott dæmi og einnig ýmis verðmiðlun í landbúnaði. Þá hefur komið í ljós að skráning ýmissa viðskipta milli geira hefur ekki verið með samræmdum hætti. I þessu sambandi má nefna að ýmsar skatttekjur og gjaldtökur hafa verið skráðar beint hjá stofnunum ríkissjóðs sem sértekjur og því komið til lækkunar á útgjöldum þeirra en ekki sem skatttekjur í tekjureikningi hins opinbera. Skatttekjur hins opinbera hafa því verið vantaldar sem þessu nemur. Dæmi hér um er flugvallaskattur sem skráður er sem sértekjur Flugmálastofnunar og iðnlánasjóðsgjald sem skráð er sem sértekjur Iðnlánasjóðs. Að lokum má nefna á síðustu árum hafa orðið verulegar breytingar á skilyrðum bama- og vaxtabóta sem hafa haft í för með sér breytta skráningu. Áður fyrr voru þessir þættir að mestu hluti af skattkerfinu og miðuðu að því að búa til sambærilegar skattaeiningar fyrir skattlagningu. Nú eru þessar bætur í mun ríkara mæli félagslegs eðlis og taka í meira mæli mið af tekjum og eignum bótaþega og auk þess koma þær til útborgunar. Samkvæmt þjóðhagsreikningum á því að skrá þessar bætur sem útgjöld á gjaldahlið hins opinbera en ekki til lækkunar á tekjuskatti eins og tíðkast hefur. Tafla 8.1 Viðbaetur við tekjur og gjöld hins opinbera 1990-1992. ________________ Milljónir króna Jnnbyrðis hlutdeild Hlutfall af VLF Heildartckjur 1990 1991 1992 1990 1991 1992 1990 1991 1992 9.231 11.440 11.634 100,0 100,0 100,0 2,60 2,98 2,98 1. Skatttekjur 9.046 11.224 11.220 98,0 98,1 96,4 2,55 2,92 2,88 2. Aðrartekjur 185 216 414 2,0 1,9 3,6 0,05 0,06 0,11 HeildarútgjUld 9.231 11.440 11.634 100,0 100,0 100,0 2,60 2,98 2,98 3. Samneysla 1.088 1.239 1.445 11,8 10,8 12,4 0,31 0,32 0,37 4. Framleiðslustyrkir 1.995 2.048 2.091 21,6 17,9 18,0 0,56 0,53 0,54 5. Tekjutilfa;rslur 5.445 7.364 7.304 59,0 64,4 62,8 1,54 1,92 1,87 6. Verg fjármunamyndun 11 5 11 0,1 0,0 0,1 0,00 0,00 0,00 7. Fjármagnstilfærslur 692 783 784 7,5 6,8 6,7 0,20 0,20 0,20 Tckjuafgangur/ halli 0 0 0 - - - 0 0 0 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Búskapur hins opinbera 1992-1993

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búskapur hins opinbera 1992-1993
https://timarit.is/publication/1005

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.