Þjóðhagsreikningar 1945-1992 - 01.08.1994, Page 64
tryggingaskýrslum og fleiri heimildum. Stærð reikningsins tekur mið af launamiða-
skýrslum.
5.3.10 Samgöngur (atv.gr. 71) og rekstur pósts og síma (atv.gr. 72)
Atvinnuvegaskýrslur Þjóðhagsstofnunar ná til flestra samgöngugreina og Pósts og
síma. í skýrslumar vantar þó rekstur hafna og flugvalla og þarf því að áætla þær greinar
sérstaklega. Framleiðslureikningur fyrir Póst og síma er byggður á ársreikningi stofn-
unarinnar, en jafnframt höfð hliðsjón af launagreiðslum samkvæmt launamiðaskýrslum
í atv.gr. 434 símaframkvæmdir. Svipuðu máli gegnir um hafnirnar. Framleiðslu-
reikningur þeirra er byggður á ársreikningum landshafnanna og nokkurra hafnarsjóða í
landinu, en við uppfærslu til heildar hefur jafnframt verið tekið mið af sveitarsjóða-
reikningum Hagstofunnar. Framleiðslureikningur fyrir flugvelli tekur meðal annars mið
af launum hjá Flugmálastjóm í Reykjavík og rekstrarafgangi hjá flugmálastjóm í
Keflavík.
5.3.11 Peningastofnanir (atv.gr. 81)
Til peningastofnana teljast bankar, sparisjóðir, ijárfestingarlánasjóðir, verðbréfa-
sjóðir og greiðslumiðlunarfýrirtæki.
Meðferð peningastofnana í framleiðsluuppgjöri þjóðhagsreikninga er með all sér-
stæðum hætti og er raunar nokkuð umdeild. Við þá endurskoðun á SNA sem fram fór á
alþjóðavettvangi undanfarinn áratug og lauk á árinu 1993 var meðal annars mikið rætt
um það hvort breyta ætti meðferðinni á peningastofnunum. Niðurstaðan varð sú að
breyta ekki meðferðinni í neinum grundvallaratriðum. Sérstöðu peningastofnana má
rekja til þeirrar meginreglu, að í framleiðslureikningunum koma vextir ekki fram. Litið
er á vaxtatekjur sem eignatekjur, sem í SNA 68 komu fram á tekju- og útgjalda-
reikningunum (Income and Outlay Accounts) og sambærilegum reikningum í SNA 93.
Þessar tekjur mynda ekki hluta af framleiðsluvirðinu. Með sama hætti eru vaxtagjöld
ekki dregin frá áður en rekstrarafgangur er fundinn. Hins vegar eru vaxtagjöldin gjald-
færð á tekju- og útgjaldareikningi og vaxtatekjur tekjufærðar þar ásamt rekstrarafgangi
af framleiðslureikningi.
Ef þessum meginreglum væri fýlgt við gerð framleiðslureiknings fyrir peninga-
stofnanir, yrði niðurstaðan sú, að vaxtatekjum og -gjöldum yrði sieppt en eftir stæðu
óverulegar tekjur vegna þóknana o.fl. á móti öllum rekstrarkostnaði peningastofnana.
Niðurstaðan yrði þá sú að rekstrarafgangur peningastofnana yrði stórlega neikvæður.
Þar eð slíkt er talið gefa afar villandi mynd af verðmæti þeirrar þjónustu, sem peninga-
stofnanir veita, er farin sú leið að skilgreina framleiðsluvirði peningastofnana sem
summu þjónustutekna, þóknana og vaxtamunar, (mismunar vaxtatekna og vaxtagjalda
peningastofnana). Jafnframt er myndaður nýr reikningur, sem hér er kallaður „reiknuð
bankaþjónusta“ (Imputed Bank Service Charges). Framleiðsluvirði þessa reiknings er
ekkert, en aðföngin eru jöfn vaxtamuni peningastofnana. Vinnsluvirði og rekstrar-
afgangur þessa reiknings er því hvort tveggja neikvætt sem aðföngunum nemur. Án
leiðréttingar af þessu tagi væri vaxtamunurinn tvítalinn þ.e. sem hluti af vinnsluvirði
bankakerfisins en jafnframt hluti af vinnsluvirði þeirrar greinar sem greiðir vextina. Við
endurskoðun á SNA stóð megin ágreiningurinn um það hvort dreifa ætti reiknaðri
62