Þjóðhagsreikningar 1945-1992 - 01.08.1994, Page 68
Þar með hverfur þessi framleiðslureikningur frá og með 1980. En til þess að saman-
burður fáist við árin fyrir og efitir 1980 eru sýndar vergar þáttatekjur bæði fyrir og eftir
breytinguna.
Heimildir um launagreiðslur eru fengnar úr launamiðaskýrslum og greiðslujafnaðar-
skýrslum Seðlabankans.
5.3.18 Starfsemi hins opinbera
Hér er átt við þá starfsemi hins opinbera sem framleiðir opinbera þjónustu. Al-
mennur fyrirtækjarekstur á vegum hins opinbera eins og rekstur strætisvagna eða
sementsverksmiðju telst ekki hér heldur til viðkomandi atvinnugreinar, óháð eignar-
aðild. Starfsemi hins opinbera af þessu tagi mætti flokka á atvinnugreinar samkvæmt
ISIC-flokkuninni með líkum hætti og starfsemi fýrirtækjanna hefur verið flokkuð. Væri
það gert myndi starfsemi hins opinbera að stærstum hluta teljast til atvinnugreinanna
91, 92 og 93.
Hér er um að ræða starfsemi sem nær til opinberrar stjómsýslu, löggæslu, mennta-
og heilbrigðismála, velferðarmála, o.fl. Framleiðsluvirði þessarar starfsemi er að lang-
stærstum hluta samneyslan eins og hún er metin í ráðstöfunaruppgjörinu, en þar til við-
bótar koma ýmsar tekjur og seld þjónusta þeirra opinberu aðila, sem teljast til þessa
geira.
Heimildir við gerð framleiðslureikningsins eru fýrst og fremst ríkisreikningur og
reikningar bæjar- og sveitarfélaga. Þjóðhagsstofnun hefur annast úrvinnslu þessara
reikninga framan af en síðustu árin er einnig byggt á úrvinnslu Hagstofunnar á reikn-
ingum sveitarsjóðanna. Við úrvinnsluna er byggt á þeim yfírlitum sem fýrir liggja um
tekjur og gjöld opinbera geirans, eins og hann er skilgreindur í tekjuskiptingarupp-
gjörinu, sjá kafla 2.5 og 3.3 hér að framan. Þessi úrvinnsla er jafnframt liður í uppgjöri
þjóðarframleiðslunnar þegar hún er reiknuð út frá ráðstöfunarhlið. Þessari hlið upp-
gjörsins er nánar lýst í þjóðhagsreikningaskýrslu nr. 11, Búskapur hins opinbera 1980-
1991 og í eldri skýrslum um sama efni.
Þótt tölur um samneysluna liggi fýrir og þar með stærstur hluti framleiðsluvirðisins,
þá þarf einnig að skipta framleiðsluvirðinu milli aðfanga og vinnsluvirðis við gerð
framleiðslureikninga. í sumum tilvikum er slík skipting tiltæk en í öðrum ekki, og þarf
þá að áætla hana sérstaklega. í því sambandi er meðal annars höfð hliðsjón af Iauna-
miðaskýrslum auk beinna upplýsinga um áætluð launahlutföll í einstökum útgjalda-
liðum.
í kafla 3.3 er lýst breyttri meðferð á lífeyrisskuldbindingum ríkissjóðs frá og með
1980. Þessi breyting hefur jafnframt í for með sér að framleiðslureikningur hins opin-
bera breytist frá og með 1980. Til þess að samanburður fáist við árin fýrir og eftir 1980
eru sýndar vergar þáttatekjur bæði fýrir og efitir breytinguna.
5.3.19 Önnur starfsemi
Til þessarar starfsemi telst rekstur elliheimila og ýmissa velferðarstofnana, auk starf-
semi hagsmunasamtaka og áhugasamtaka. Hér er um að ræða starfsemi, sem ekki rekin
er í ágóðaskyni, og er að því leyti svipuð starfsemi hins opinbera. Hins vegar er
þjónustan í mörgum tilvikum seld á markaði, eins og um fýrirtæki væri að ræða. Starf-