Þjóðhagsreikningar 1945-1992 - 01.08.1994, Síða 89
Magnvísitala fiskafla og vergra þáttatekna í fiskveiðum
Afli á Vergar þáttatekjur
Ár verði til útg. Bátar Togarar
1980 100,0 100,0 100,0
1981 99,9 107,2 98,8
1982 88,1 88,9 94,7
1983 83,2 71,4 72,5
1984 94,8 73,4 68,2
1985 107,3 83,8 82,2
1986 121,2 108,2 93,8
1987 132,6 115,5 122,1
1988 144,4 108,8 142,0
1989 142,5 111,2 128,2
1990 142,3 119,2 135,9
1991 136,5 91,8 119,7
6.4.4 Fiskiðnaður (atv.gr.30)
Við staðvirðingu í einstökum greinum innan fiskiðnaðarins, eins og frystingu, söltun
og annarri fiskvinnslu er byggt á þeirri forsendu að breytingar framleiðslumagns og að-
fanga fylgist að. Samkvæmt því er talið nægjanlegt að líta á magnvísitölur afurða-
framleiðslunnar sem nálgun við mat á breytingu þáttateknanna. Byggt er á þeim magn-
vísitölum sem meðal annars eru birtar er í Sjávarútvegi 1988-1989, töflu 3.4. Þær
magnvísitölur eru byggðar á grunnári ársins 1980 við staðvirðingu framleiðslunnar á
tímabilinu 1980-1990.
Magnvísitala fyrir jöfnunar- og miðlunarsjóði í sjávarútvegi er talinn vera sú sama og
magnvísitala sjávarafurðaframleiðslunnar án ísfisks.
6.4.5 Iðnaður annar en fiskiðnaður (atv.gr. 31-39)
Við staðvirðingu iðngreina er gert ráð fyrir því að náið samband sé á milli breytinga
aðfanga og framleiðsluvirðis og með hliðsjón af því er alla jafnan gert ráð fyrir því að
staðvirt framleiðsluvirði eða vísitala framleiðslumagns gefi all góða mynd af breytingu
þáttatekna.
Stillt er upp hefðbundnum samanburðar- og vinnutöflum sem áður er lýst. Við stað-
virðingu framleiðsluvirðis var í mörgum tilvikum unnt að nota sértækar verðvísitölur úr
vísitölu framfærslukostnaðar. Þessar vístölur eru meðal annars birtar í Atvinnuvega-
skýrslum undir heitinu Vísitölur smásöluverðs á iðnaðarvörum í vísitölu framfærslu-
kostnaðar. Vísitölumar ná til flestra greina neysluvöruiðnaðar. Þær eru unnar upp úr
framfærsluvísitölunni með því að flokka vörutegundir í vísitölunni til þeirrar atvinnu-
greinar sem framleiðir vöruna.
Önnur mikilvæg heimild sem kemur að notum í iðnaði er magnvísitala iðnaðarvöru-
framleiðslunnar sem Þjóðhagsstofnun reiknar út á grundvelli upplýsinga frá Hag-
stofúnni. Síðustu árin hefur þessi skýrslugerð þó tafist hjá Hagstofunni og það var ekki
fyrr en snemma á árinu 1993 sem tölur birtust um árin 1988-1990. Því hefur ekki reynst
unnt að byggja á þessari heimild síðustu árin. í skýrslum Hagstofunnar kemur skýrt
87