Þjóðhagsreikningar 1945-1992 - 01.08.1994, Page 96
Þessum flokki tilheyra einnig atvinnugrein 828, dýralæknar og atvinnugrein 829,
heilbrigðisþjónusta ótalin annars staðar. Báðar þessar greinar eru taldar taka sömu
árlegu breytingum og ársverkin í þessum greinum.
6.4.18 Menningarmál, skemmtanir og íþróttir (atv.gr. 94)
Magnvísitala fyrir atvinnugrein 633, happdrætti, er fengin með staðvirðingu á fram-
leiðsluvirði eftir sérstakri verðvísitölu, sem er byggð er á miðaverði hjá stærstu happ-
drættunum.
Magnvísitala fyrir atvinnugrein 851, kvikmyndahús, er byggð á ársverkum og fram-
leiðsluvirði sem staðvirt er með verðvísitölu atvinnugreinarinnar. Verðvísitalan er
byggð á aðgöngumiðaverði í kvikmyndahús og leigu á myndböndum síðari árin sam-
kvæmt einkaneyslu og framfærsluvísitölu.
Svipuðu máli gegnir um atvinnugrein 852, leiklistarstarfsemi. Magnvísitala þeirrar
greinar er byggð á meðaltali ársverka og þeirri magnvísitölu sem fram kemur í einka-
neyslu í þessum útgjaldaflokki.
Atvinnugrein 853, hljóðvarp og sjónvarp, er staðvirt með hliðsjón af þrem magn-
vísitölum. Það er framleiðsluvirði staðvirt með verðvísitölu greinarinnar, einkaneyslu-
útgjöldum á þessu sviði og ársverkum í greininni.
Magnvísitölur fyrir aðrar atvinnugreinar í þessum flokki eru byggðar á ýmsum vís-
bendingum eins og ársverkum og staðvirtu framleiðsluvirði eða heildarveltu þar sem
við á.
6.4.19 Persónuleg þjónusta (atv.gr. 95)
Litið er á sem flestar vísbendingar um þróun magnstærða fýrir einstakar atvinnu-
greinar í þessum flokki. Staðvirðing er alla jafnan byggð á meðaltali nokkurra stærð,
yfirleitt er það framleiðsluvirðið og ársverk og auk þess er ýmist byggt á aðstöðugjalds-
stofni eða heildarveitu eftir því sem betur er talið eiga við.
6.4.20 Varnarliðið og íslenskt starfslið erlendra sendiráða hérlendis (atv.gr. 96)
Byggt er á vísitölu ársverka í greininni en eins og áður er komið firam fellur þessi
atvinnugrein út efitir 1980 þar eð launagreiðslur Vamarliðsins til íslenskra starfsmanna
er nú talið til launagreiðslna frá útlöndum og því ekki hluti af innlendri starfsemi.
6.4.21 Starfsemi hins opinbera
Við staðvirðingu á starfsemi hins opinbera eiga við öll þau sömu vandamál og lýst
er í grein 6.2.2 hér að framan þegar staðvirðingu samneyslunnar var lýst. Munurinn er
hins vegar sá að framleiðsluuppgjörið sem hér er verið að lýsa sýnir framleiðslureikning
hins opinbera. Stærsti hlutinn af framleiðsluvirði þessa reiknings er samneyslan og hún
er staðvirt í ráðstöfunarhlið. Aftur á móti er með staðvirðingu framleiðsluuppgjörsins
verið að staðvirða vinnsluvirðið, ekki samneysluna. Eins og fram kom í grein 6.3 hér að
framan er ekki unnt að staðvirða vinnsluvirðið beint vegna þess að einn hluti þess er
rekstrarafgangurinn en sá liður verður ekki aðgreindur í magn- og verðþátt og verður
því ekki staðvirtur. Þetta á ekki við um vinnsluvirði hins opinbera því rekstrarafgangur
þess er samkvæmt skilgreiningu jafn núll eða svo til. Vinnsluvirði hins opinbera verður
94