Þjóðhagsreikningar 1945-1992 - 01.08.1994, Page 111
þess innan annarrar atvinnugreinar, fær hann taldar vikur til viðbótar í samræmi við
vinnu hans þar.
Þeim er starfa við eigin atvinnurekstur eru einnig taldar vinnuvikur á sama hátt og
launþegum. Sama gildir um maka þeirra og böm, sem starfa við atvinnureksturinn og er
reiknuð eigin laun. Þó fá þessir aðilar ekki taldar fleiri en 52 vinnuvikur, jafnvel þó að
viðkomandi starfi í öðrum atvinnugreinum.
Eina breytingin, sem gerð hefur verið frá skýrslum Hagstofunnar er sú, að tjöldi árs-
verka í Iandbúnaði var lækkaður sem nemur 3/4 af áætluðum fjölda skráðra ársverka hjá
eiginkonum bænda. Þetta var gert fram til ársins 1979 en frá og með því ári og fram til
ársins 1991 nemur lækkunin um 45% af skráðum ársverkum hjá eiginkonum bænda.
Fullyrða má, að út frá sjónarmiði hagskýrslugerðar var tilhögun og framkvæmd
slysatryggingarinnar á ýmsan hátt óheppileg. Að framan hefur verið minnst á hvemig
hefur verið leitast við að sníða verstu agnúana af talningu vinnuvikna við mat á raun-
verulegu vinnuframlagi í landbúnaði. í öðrum atvinnugreinum skiptir þetta ekki eins
miklu máli en þó verður að telja að talning vinnuvikna sé afar ónákvæm mæling á því
vinnumagni, sem stendur á bak við framleiðsluna í einstökum greinum. Alvarlegasti
annmarki talningarinnar er sá, að Qöldi vinnuvikna tekur ekki til vinnustundaljöldans í
hverri viku eða ársverki, en vinnustundimar geta verið ærið mismunandi, bæði milli
atvinnugreina og eins frá einum tíma til annars innan sömu atvinnugreinar. Af þessum
sökum virðist raunhæfasti mælikvarði vinnumagns vera sá, að mæla fjölda þeirra vinnu-
stunda, sem Iiggja að baki framleiðslunni í hverri atvinnugrein. Þessi mælikvarði er hins
vegar ekki tiltækur, enn sem komið er, nema að mjög takmörkuðu leyti og verður því
að nota fjölda vinnuvikna eða ársverkin sem mælikvarða á vinnumagnið á meðan ekki
er völ á öðru betra.
A árinu 1991 var úrvinnsla á ársverkum með nokkuð öðrum hætti en fyrir fyrri ár. Til
þess tíma var ársverkatalningin byggð á skráningu vinnuvikna allra launamiða í landinu
en skattyfírvöld ákvörðuðu jafnframt atvinnugrein hvers launþega á grundvelli þeirra
upplýsinga sem fram komu á launamiðanum. Við tilkomu tryggingagjalds í byrjun árs
1991 voru vinnuvikur ekki lengur grundvöllur að álagningu atvinnuleysistrygginga-
gjalds eins og verið hafði. Skattyfírvöld hættu því að tölvuskrá vinnuvikur af launa-
miðum og jafnframt að ákvarða atvinnugrein fyrir hvem miða þar eð slíkt var ekki
lengur talið þjóna hagsmunum skattyfírvalda. Þar með brast sú mikilvæga heimild sem
verið hafði grunnurinn að heildstæðum skýrslum um vinnuafl í einstökum atvinnu-
greinum um langt árabil eða frá 1963. Þótt flestum væri ljóst að gæðum þessarar
skýrslugerðar væri um margt áfátt var með öllu óviðunandi út frá sjónarmiðum hag-
skýrslugerðar að þessi samfellda skýrslugerð félli niður. Það varð því að ráði, fyrir
áeggjan Þjóðhagsstofnunar og Hagstofu, að til bráðabirgða var sú leið farin að velja
úrtak fyrirtækja í rekstri á árinu 1991. Skattyfírvöld atvinnugreinamerktu og skráðu
vinnuvikur fyrir þessi fyrirtæki með líkum hætti og áður hafði verið gert fyrir öll fyrir-
tæki. Urtakið var einkum valið með það í huga að fá inn fýrirtæki sem störfuðu í fleiri
en einni atvinnugrein en að öðru leyti var fylgt atvinnugreinamerkingu fyrirtækis sam-
kvæmt fyrirtækjaskrá. Þjóðhagsstofnun valdi úrtakið og sá síðan um frekari úrvinnslu
þess í samráði við Hagstofu Islands. Mest breyting varð við úrvinnslu á árverkum sjálf-
stæðra atvinnurekenda. Þau eru nú unnin upp úr greinagerð um reiknað endurgjald og
109