Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Side 26

Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Side 26
26 Nýtt S. O. S. um, live mikið hann var skemmdur. „Hvernig er útlitið með koptann?“ spurði Anton Rammes. „Búin að vera!“ „Getum við ekki komist héðan?“ „Ekki með þessu farartæki." „Hvað tökum við þá til bragðs?“ spurði fréttaritarinn. „Hvernig komumst við eig- inlega héðan?“ „Við finnum einhver ráð,“ svaraði flug- maðurinn á koptanum. „Mig langar hreint ekkert að vera hér þriðju nóttina," sagði Gert fréttaritari með ójrol í röddinni. „Eg er með sótthita og brotinn handlegg!“ „Það ætti eitthvað að ske áður en kvöld er komið," mælti Bandaríkjamaðurinn uppörfandi. „Eg ætla mér ekki að vera hér lengur," endurtók fréttaritarinn og sázt nú. að haka hans var farin að titra. „Vertu rólegur!“ áminnti Anton Ramm- es félaga sinn. „Heyrið þið nú: Eg ætla burt héðan! Burt! Burt!“ æpti nú fréttaritarinn allt í einu. Hann hafði auðsjáanlega misst vald á skapi sínu. „Komið mér niður, þið hérna! Þið hafið komið mér hingað upp! Eg ætla mér ekki að drepast hér!“ Hann virtist þess albúinn, að ráðast á hina menn ina báða. Þá greip Bandaríkjamaðurinn fyrir biingsmalir honum, hóf hann upp og setti hann ómjúklega niður í snjóinn. „Steinhaltu kjafti! Skilurðu Jrað! Við erum ekki í neinu leikhúsi hérna!“ Eréttaritarinn gapti af undrun. Andlit hans var afmyndað af reiði. „Gert!“ tók Anton Rammes til máls. „Farðu nú ekki að gera neina vitleysu, gamli félagi." Hann klappaði honum vin- gjarnlega á herðarnar. Smátt og smátt slaknaði á andlitsdrátt- um fréttaritarans. „Fyrirgefið þið,“ mælti hann lágri röddu, ég veit ekki — ég hef misst vald á taugum mínum." Bandaríkjamaðurinn sló hendinni kæru- leysislega út í loftið. „Búið að vera,“ svaraði hann. „Slíkt kemur fyrir." Á meðan var sólin komin hátt á loft. Geislar hennar voru brennheitir og snjór- inn klesstist meira og meira. „Eg held. við fáum okkur eitthvað í svanginn,“ sagði Rammes. „Það er þegar kómið hádegi." „Vel til fundið," svaraði ókunni maður- inn og geispaði. „Eg geispa alltaf Jregar ég er svangur. En upp á hvað hefur þú að bjóða?“ „Þetta hér,“ sagði Anton Rammes og hélt á lofti poka þeint, er Behrend flug- kennari hafði kastað niður daginn áður. „Ekki sem verst,“ svaraði hinn og greip súkkulaðitöflu. Hann tók umbúðirnar af, braut töfluna í smástykki, tók eitt sjálf- ur, en rétti félaga sínum afganginn. „Mér þykir mjög leitt, að ég hef hugsað þannig,“ mælti fréttaritarinn. „Nei, hættu nú,“ svaraði hinn vand- ræðalegur á svip. Fréttamaðurinn tók sér nú smástykki. „Meira!“ skipaði Bandaríkjamaðurinn. „Neyddu því ofan í þig, ef þú ert ekki svangur." „Æ, nei, ég hef ekki lyst," sagði Gert. Stérkur roði færðist aftur yfir andlit hans. Anton kom við enni hans. „Heitt“, sagði hann, „þú hefur hita.“ Þá snéri hann sér að Bandaríkjamann- inum: „Hvað getum við gert?“ „Við getum ekkert gert. Með skriflinu mínu er ekkert að gera.“

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.