Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Síða 28

Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Síða 28
28 Nýtt S. O. S. „Já.“ Anton Rammes þagði um stund. Svo hélt hann áfram: ,,Fyrst at öllu verður að koma Gert vini mínum niður. Hann þarf að komast á spítala tat'arlaust.“ ,,Okay, alveg sjálfsagt.“ Enn virtist ætla að slitna upp úr frek- ari samræðum. En þá heyrðist véladynur í lofti. „Þeir koma!“ hrópaði Anton Rammes. „Út! Förum út!“ „Allt með gát,“ sagði Ameríkumaður- inn. „Ekki svona æstir.“ Hann þokaði sér með hægð út úr kopt- anum og Rammes fylgdi fast á eftir. Þá hjálpaði hann Gert að komast út. Þeir stóðu nú í snjónum og hinn koptinn sveif nú í loftinu yfir þeim. Hann lenti tafar- laust, en H 46 hringsólaði yfir fannbreið- unni. Koptinn settist varlega á hjarnið. Sam- stundis opnuðust dyrnar og kallað á ensku: „Við höldum upp, félagar. Hvernig er heilsan?“ „Góð,“ svaraði félagi hans og hló. „Hvað er að kassanum þínum?“ spurði flugmaðurinn. „Ótiýt,“ svaraði félagi hans með trega í rómnum. „Snjóflóð. Líttu þangað!“ Hann benti á part af koptanum, er stóð upp úr snjónum. „Ljótt að tarna,“ sagði flugmaðurinn. „En hver kemur nú fyrst með mér?“ „Þessi félagi hér,“ svaraði Bandaríkja- maðurinn. „Hann er handleggsbrotinn. Flytjið hann tafarlaust á sjúkrahús. Hann hefur sótthita.“ „Okay.“ Þeir hjálpuðu fréttaritaranum upp í koptann og spenntu á hann beltið. Loftskrúfan tók að snúast og koptinn steig upp, hærra og hærra og hvarf skjótt bak við klettabeltið. Sólin var komin hátt á loft og það hlýn- aði í veðrinu. Bandaríkjamaðurinn hafði orð á því, að það væri þó munur að bíða, fyrst far- ið væri að hlýna í veðri. „Jú, rétt er Jiað,“ samsinnti Anton Rammes. ,,F.n snjóflóðahættan eykst Jieg- ar hlýnar í veðri.“ Bandaríkjamaðurinn leit upp með undr unarsvip. „Snjóflóðahætta? Heldur Jiú, að hætta sé á nýju snjóflóði?" „F.g er hræddur um Jiað,“ svaraði Anton Rammes með alvörusvip. „Og hvers vegna?“ Anton Ranunes benti upp á klettabrún- ina. „Þarna uppi er ný snjóhengja." Hinum rólynda Ameríkana varð ekki um sel við þessi orð. Han horfði upp að klettabeltinu, skelfdur á svip. Og hann neyddist til að fallast á skoðanir Ramm- esar. Uppi á brúninni var býsna þykkt snjólag og stöðugt brotnuðu stykki úr því ig steyptust niður. „Við verðum að hafa gát á, hvar snjó- flóðið steypist niður, svo við getum forð- að okkur undan því,“ mælti Bandaríkja- maðurinn. „Eg hef ekki beinlínis áhyggjur af því, að við séum í hættu,“ svaraði Rammes. „Vonandi liendir ekkert illt, Jiegar kopt- inn lendir næst. En eins og þú veizt, þá geta loftsveiflur komið skriðunni af stað og koptinn veldur ekki svo litlum loft- sveiflum." „Þá verðum við að beina koptanum að öðrum stað, þar sem ekki er hætta á snjó- flóði.“ „Við verðum að reyna það,“ svaraði Rammes. Sólin liækkaði á lofti og enn hitnaði í veðri með vaxandi snjóflóðshættu. Þá kom koptinn aftur. Enn fylgdi H 46 honum og

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.