Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Síða 14

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Síða 14
heimur út af fyrir sig — eitt á villigjörnu og viðsjálu hafinu. Þá sigldu lítil seglskip fyrir hið illræmda Kap Horn uppá von og óvon, treystu á hagstæðan vind, sem átti það til að bregðast illilega. Nú er þetta liðið, heyrir fortíðinni til. Nú er ekkert skip eitt og yfir- gefið á heimshöfunum. Með hverskonar nýjungum í tækninni, er vakað yfir því; það er í fullkomnu öryggi, þó ekkert sé að sjá nema himinn og haf. Og það er — án þess, að ég sé að miklast af því — okkur loftskeyta- mönnunum fyrst og fremst að þakka. „Merkilegt, stórmerkilegt! Gjörið svo vel að segja okkur meira frá þessu!“ báðu stúlkurnar og urðu allt í einu mjög kyrrlátar. „Hvað finnst þér, Charley, eigum við að segja frá leyndarmálum varð- andi starf okkar?“ spurði Macdonald og kímdi. „Auðvitað, Mac!“ svaraði Verchere hlægjandi. „Þú getur ekki hrygg- brotið blessaðar stúlkurnar!“ „Sjáið þið nú til,“ hélt Macdonald áfram og kveikti í vindlingi. „Á meðan þið njótið lífsins, dansið, hlægið, borðið, sofið og látið sólina baka ykkur, þá má loftskeytamaðurinn ekki víkja frá tækjum sínum. Alltaf sama suð og hvæs, brak og brestir. í nánd við strendurnar og á fjölförnum siglingaleiðum er svo mikill fjöldi skipa, að það er oft mjög erfitt að greina það, sem skipin senda út. Þá er gripið til morsetækjanna. Það er sem sagt alltaf nóg að starfa. \7ið sendum út ýmsar tilkynningar, og veðurfréttir og tökum á móti blaðafréttum. Við skiptumst á fréttum við strandstöðvarnar og geruin miðanir, ef það reynist nauðsynlegt. Við- sendum líka einkaskeyti farþeganna, ef ekkert annað liggur fyrir, sem er meira áríðandi. Hver loftskeytastöð liefur sína ákveðnu öldulengd og hefur sitt merki. Þetta er kallmerki, sem samanstendur af nokkrum bókstöfum og stund- um er tölum bætt við. Það sézt strax, hvort um er að ræða. skip, sem sendir, strandgæzluna eða stöð áhugamanns. Á 600 metra bylgjulengd eru sendar allar hjálparbeiðnir, á þeirri bylgju er sent alþjóða-neyðarkall- ið SOS ...-------------... Þetta neyðarkall . . .“ Dnmmt og tröllslegt öskur sírenunnar truflaði Macdonald í frásögn sinni. „Hvað er nú að ske?“ spurðu stúlkurnar, sem höfðu hlustað með andagt. „Nú er öllu lokið í kvöld,“ svaraði loftskeytamaðurinn, stóð á fætur 14 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.