Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Síða 17

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Síða 17
Stýrimaðurinn leit á armbandsúrið sitt, klukkan var á mínútunni 2. Hann leit á hallamælinn. Jú, vissulega, skipið hallaðist á stjórnborða, en áður virtist það fremur hallast örlítið á bakborða. Þetta leit ekki vel út. Hásetinn hafði líka tekið eftir þessum skyndilega halla, en ennþá sagði hann ekkert. Eftir stutta umhugsun ákvað stýrimaðurinn að vekja skipstjórann. Carey skipstjóri glaðvaknaði um leið og drepið var á dyr hjá honum. „Kom inn!“ kallaði hann og reis upp við dogg í hvílunni. Hann kveikti á náttlampanum. „Hvað hefur skeð?“ „Þarf að láta yður vita, að skipið hefur hallazt á stjórnborða síðan klukkan 2. Hallinn er að minnsta kosti fimm gráður!" Fyrst eftir að skipstjóra barst þessi frétt ætlaði hann að rjúka á fætur, en hvarf svo frá því og svaraði: „Ef hliðarhallinn eykst ekki getum við beðið til morguns, þá mun ég athuga málið.“ „Allt í lagi, skipstjóri! “ svaraði stýrimaðurinn og hvarf aftur að starfi sínu. Mikill brotsjór skall á skipinu um leið og hann hélt upp stigann, er lá upp á stjórnpallinn. — □----------- Um klukkan 8, er Vestris klauf sívaxandi haugasjó, birtist timburmað- urinn í brúnni og var mikið niðri fyrir: „Það er sjór í lestunum, skipstjóri!“ tilkynnti hann æstur á svip.„Þaðer líka sjór í þvergöngunum!" Nú varð sannarlega að láta hendur standa fram úr ermum. í skyndi var hópur háscta kvaddur til starfa undir forystu eins stýrimannanna. „Það var búið að stöðva lekann!“ tilkynnti stýrimaðurinn nokkru síðar. „Hvernig liefur þetta viljað til?“ spurði Carey skipstjóri. „Það hefur koinið leki að skipssíðunni,“ svaraði stýrimaðurinn alvar- legur á svip. „Við höfum troðið í lekastaðina, en ég veit ekki . . .“ Hann lauk ekki við setninguna, en leit á skipstjórann eins og hann ætlaðist til, að hann héldi áfram. Carey skipstjóri lmikkaði ennið og starði fram fyrir sig. Þá tók hann aftur til máls: 17 Nýtt. S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.