Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Page 40

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Page 40
Vestris gamli, sem var freklega ofhlaðinn, stóðst ekki ofviðrið. Mig undrar mest, að skipið skyldi ekki brotna í tvennt í þeim átökum. Lekinn kom að skipinu á mörgum stöðum, svo mörgum, að það var orðið ómögulegt að þétta öll götin og sumir lekastaðirnir fundust alls ekki.“ Dómarinn hafði lagt sig afturábak í stólinn. Olnbogarnir lágu á stól- örmunum og með spenntum greipum hlustaði hann með athygli á þetta frásagnarglaða vitni. Loks, er vitnið hafði lokið máli sínu, rétti hann úr sér. „Eftir þessu að dæma, hafa síðustu orð Carey skipstjóra verið: Guð minn, það er ekki mín sök! Þetta hafa vitni borið fyrir réttinum, og þetta staðfestir að vissu leyti frásögn yðar og skoðanir á þessu máli öllu. Segið mér einn ennþá: Hvers vegna haldið þér, að skipstjórinn hafi frest- að svo lengi að láta senda út SOS? Við erum þeirrar skoðunar, að neyð- arkall hefði þurft að senda í síðasta lagi aðfaranótt mánudags." „Vegna þess, að ef skip eru kvödd til hjálpar, verður útgerðarfélagið að borga há björgunarlaun. Mér er kunnugt um, að skipafélagið hafði sent bréf til allra skipstjóra sinna, þar sem brýnt var fyrir þeim, að kalla ekki of fljótt á hjálp. Ætli þetta bréf sé ekki með öðrum málsskjölum —“ Dómarinn blaðaði enn í stóru möppunni. Nokkur tími leið unz hann fann plaggið, er hann hóf þegar að lesa með athygli. „A-ha!“ sagði hann loks og las hratt áfram: „ . . . í því tilefni að al- varlegt slys verði á hafi úti, verða skipstjórar á skipum okkar fyrst að taka tilíhugunar þá hættu, sem lífi þeirra nianna, er þeim er trúað fyrir, kann að vera búin. Þá verður hann að taka ákvörðun um, hvort það sé réttlætanlegt að leita næstu hafnar án aðstoðar. Slíkt mundi að sjálfsögðu verða metið mikils við skipstjóra . . . “ Meira en aldarfjórðungur er liðinn frá því sá atburður skeði, sem hér hefur verið sagt frá. Margt hefur breytzt, ný lög settar um siglingar og hert mjög á öllum 40 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.