Heimilispósturinn - 12.09.1960, Page 17

Heimilispósturinn - 12.09.1960, Page 17
Hérna hefst hin vinsæla myndasaga um ÆVIMTYRI TLMA Dag nokkum leiddist Tuma hálfvegis. Hann á'kvað því að fara i göngutúr niður að höfn og þar horfði hann leitandi í kringum sig eins og til að uppgötva ný ævintýri. En það er svo með ævintýri, að maður finnur þau aldrei ef maður fer að leita þeirra, og þessvegna leit þessi dagur út fyrir að ætla að verða framúrskarandi leiðin- legur. " >'!**; 1 Hann stanzaði fyrir utan hafnarskrifstofuna og heldur en ekki neitt fór hann að lesa listann yfir skip, sem nýkomin voru inn. Og þá rak hann augun í nafnið „Máfurinn“. ,,Máfurinn?“ hugsaði Tumi með sér. „Það er skipið hans Robba rostungs. Það er heil eilífð síðan ég hef séð hann og þetta er einmitt upplagt tækifæri til áð heimsækja hann.“ Tumi lét ekki sitja við orðin tóm. Hann gekk meðfram höfninni unz hann fann skipið eftir nokkra leit. Hann gekk varlega milli hafnar- verkamannanna, sem voru að skipa upp, og þá sá hann, að hann var ekki eini gesturinn. Á undan honum gekk hokinn öldungur í átt- ina að landgöngubrúnni. Gamli maðurinn hélt á lítilli tösku i annari hendinni, en í hinni hafði hann einkennilegan, háan hatt og honum óx sítt skegg. Hann leit hvorki til hægri né vinstri. Hann tautaði i sífellu fyrir munni sér og gekk beint undir eina trossuna, sem var full af þung- um tunnum, og tók ekkert eftir því, að ein tunn- an féll skyndilega úr trossunni. „Passið ykkur þarna undir!“ hrópaði einn hafnarverkamaðurinn, „þarna dettur ein út úr!“ Tumi hrökk við og stökk til hliðar, en þá sá hann, að öldungurinn gekk rólegur áfram og var nú beint undir tunmmni. Tumi horfði á með skelfingu hvernig gamli maðurinn gekk beint undir fallandi tunnuna. Hann rak upp óp og kippti honum af öllu áfli til hliðar, svo sá gamli missti jafnvægið og leit ótta- sleginn í kringum sig, En þegar hann sá hvað um var að vera, tók hann sig á. Hann þreif pípuhattinn snarlega af höfði sér og hélt honum undir stáltunnuna. Tumi huldi andlitið í höndum sér til að þurfa ekki að sjá hvemig þessu reiddi af. En þegar harrn heyrði ekki neitt nema hlakkandi hlátur lét hann handleggina síga og horfði vantrúaður á hinn ókunna öldung. Hann stóð og skók höfuð- fat sitt fram og aftur og tautaði ánægjulega fyrir munni sér. ,,Allt fellur," heyrðist hann segja, „ofan frá og niðurávið, það er leiðin!" „Já, en hvað er orðið af tunnunni?" hrópaði Tumi upp. „Það vildi ég líka gjarnan fá að vita!“ sagði hafnarverkamaðurinn, sem gengið hafði til þeirra. „Ég sá hana greinilega falla beint niður í jörðina. Hvað er eiginlega orðið af stáltunn- unni ?“ „Ég veiddi hana!“ skríkti sá gamli. „Veiddi hana í hattinn! Allt fellur — og þegar það fellur getur maður veitt það. Ef maður bara hefur rétta hattinn auðvitað. Réttan töfrahatt." „Mér virðist þetta vera einhver vitleysa," sagði hafnaverkamaðurinn. „Hvernig geturðu veitt svona stóran og þungan hlut í hattinn þinn?" „Það er auðvelt,“ sagði öldungurinn „erfiðleik- arnir eru ekki fólgnir í því. Nei, það erfiðasta er að vita hvenær eitthvað dettur. Og þessvegna er ég yður mjög þakklátur, ungi maður. Ef þér hefðuð ekki varað mig við hefði sennilega komið dæld í hattinn minn!" Og hann klappaði Tuma á kollinn í viðurkenningaskyni. ,,En hvað varð þá um tunnuna?" endurtók Tumi. „Þér stóðuð nákvæmlega undir henni, ég sá hana detta beint niður — og nú er hún allt í einu horfin!" „Héma er hún!“ sagði öldungurinn. „Veidd í hattinn eins og ég var að útskýra fyrir yður. Þér eigið ætíð að taka vel eftir þegar einhver yður eldri segir frá. Af því er sannarlega hægt að læra!" Á meðan hann mælti þessi orð stakk hann hendinni ofan I hattinn og tók upp úr honum lít- inn, sívalan hlut. „Hér kemur hún,“ hélt hann áfram. „Lítið á, þér megið eiga hana, imgi maður, sem minja- grip! Hi, hí, hí! Sem minjagrip um prófessor Hókus!" Tumi horfði vantrúaður á litlu sivölu dósina. Hún var úr stáli og auk þess líktist hún ná- kvæmlega timnunni, sem verið var að skipa upp úr „Máfinum," aðeins miklu minni. Öldungurinn hélt rólegur áfram að landgöngu- brúnni án þess að taka eftir furðusvipnum á þeim, sem stóðu í kring. En Tumi lét sér þetta auðvitað ekki nægja. Hann hraðaði sér á eftir ókunna manninum og togaði í ermi hans. „Hvernig fóruð þér að því að gera tunnuna svona litla í einu vetfangi?" spurði hann. „Með hattinum!" svaraði gamli maðurinn óþol- imóður. „Með töfrahattinum auðvitað! Hann minnkar allt. Með hjálp Jah Sasel og sunnan- vindsins, hi, hí, hí! „Jah Sasel og sunnanvindurinn. Það var ekkert! „Jah Sassel og sunnanvindurinn. Það var ekkert! Hvað sögðuzt þér nú aftur heita?" HEIMILISPDSTURINN 17

x

Heimilispósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.