Sagnir - 01.04.1984, Side 13

Sagnir - 01.04.1984, Side 13
HYSKIÐ I ÞURRABÚÐUM af hverju hún stafaði? Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þeim breytingum sem urðu á íslensku samfélagi á nítjándu öld. Þurra- búðarfólk hafði aldrei verið margt í landinu. Þegar því tók að fjölga, óttuðust sumir að sveitir landsins yrðu að mestu auðar og yfirgefn- ar. Þess í stað kæmu upp þurra- búðarbæli með ósóma og letingja- lífi. Á þessum tíma höfðu bændur ekki heyvinnutæki og mjaltavélar til að létta sér búskapinn og þurftu því á öllu tiltæku vinnuafli að halda. Eftir að þurrabúðunum fjölgaði varð erfiðara að halda í vinnufólkið. Þetta var ein ástæða andúðar á fjölgun tómthús- manna, en fleira kom til. Talið var að Reykvíkingar ánetjuðust öðrum fremur kaffi, brennivíni og öðrum munaðar- varningi og í bænum voru dansk- ar búðarlokur á hverju horni. Reykjavík var þó ekki eingöngu bær tómthúsmanna og Dana þegar líða tók á nítjándu öldina - þar voru líka íslenskir borgarar, sem reyndar töluðu dönsku- skotna íslensku. Þessi fyrsta borg- arastétt íslands var lítið hrifin af almúganum í kotunum í Kvosinni og umhverfis bæinn. Þrátt fyrir mótstöðu Qölgaði tómthúsmönnum í bænum. Til þess að skilja af hverju það gerðist er rétt að líta sem snöggvast inn fyrir bæjardyrnar á heimili tómt- húsmanna í Reykjavík. Var af- koma þeirra eins slæm og sumir héldu fram? Af hverju fjölgaði tómt- húsmönnum í Reykjavík? Segja má að á fyrri hluta nítjándu aldar fari að losna um viðjar ís- lenska bændasamfélagsins. Gott árferði stuðlaði að því að fleiri komust á legg og menn fóru að reisa nýbýli. Á sama tíma varð til fyrsta þéttbýlið í landinu. í Reykjavík hreiðruðu kaupmenn um sig og tómthúsmenn settust þar að. Fiskveiðar jukust í Faxa- flóa og „nýjar“ fiskverkunarað- ferðir ruddu sér til rúms; salt- Maðurað nafniJohn Ross Broume kom til Reykjavíkur 1862. Hann sagðiaðþar hejðu fiskimenn hírst ífúlum, gleðisnauðum grenjum og vakti það furðu hans að þeir skyldu ekki vera uppétnir af sniglum eða látnir útgigt. SAGNIR 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.