Sagnir - 01.04.1984, Blaðsíða 73
HALAVEÐRIÐ OG HEIMILI f VANDA
barnsmæður látinna sjómanna
skiluðu skýrslum tíl nefndarinn-
ar. Þannig hafa 32 konur orðið að
sjá á eftir mönnum sínum eða
barnsfeðrum í hafið, eða aðstand-
endur tæps helmings sjómann-
anna. Allar áttu þær börn nema
ein.
Það fyrsta sem hlýtur að koma
til álita hvað afkomu áhrærir, er
hversu barnmörg heimilin voru.
Þar sem allar konurnar áttu börn
nema ein, kemur kannski ekki á
óvart að þau eru 91 talsins. Það
voru því ekki fáir munnar sem
þurfti að metta og því frekar að
aðeins rúmlega 20 börn voru eldri
en 15 ára. Því má ætla að tæpur
fjórðungur barnanna hafi að ein-
hverju leyti getað aflað heimilinu
tekna, en þessar líklegu fyrir-
vinnur tilheyra hins vegar aðeins
timrn fjölskyldum. Þannig má
sjá að án efa hefur verið þröngt í
búi hjá mörgum, jafnvel áður en
ósköpin dundu yfir í febrúar 1925.
Ekki er að finna nákvænrar
læknisfræðilegar útlistanir á
heilsufari heimilismanna í
svörunum við spurningum eyðu-
blaðsins:
Heilsa mín allgóð, að öðru en
nokkur taugaslappleiki. Börnin
öll með góða heilsu nema
Guðný sem fékk allmikinn
snert af „lömun“, 1 árs gömul,
en er nú í miklum afturbata eftir
sífelldar nudd- og ljósalækn-
ingar.
Hér er oft erfitt að draga
tnörkin milli varanlegs heilsu-
brests og tímabundinna veikinda.
Ekki sýnist verjandi að ganga
langt í ályktunum út frá þessu, en
tekið skal fram að í einungis tíu
filfellum af 32 virðast heimili
algerlega laus við veikindi, í einni
eða annarri mynd.
Ekki er hlaupið að því að meta
eign á húsnæði eftir skýrslunum.
Eignir eru oft aðeins gefnar upp í
peningum og vandséð hvort
matsverð húseignar felst í þeirri
tölu eða ekki. Sé miðað við að þeir
sem ekki geta sérstaklega um hús-
eign búi í leiguhúsnæði, kemur í
ljós að aðeins átta af þessum 32
búa undir eigin þaki. Það eru helst
eiginkonur yfirmanna og eldri
sjómanna sem búa við slíkan
munað.
Af öllu þessu virðist mega ráða,
að áhyggjur af afkomu hljóti að
hafa hrjáð hugi margra ekkna og
barna eftir Halaveðrið, snemma
árs 1925. Sagan er þó varla nema
hálfsögð enn, því það var einungis
tæpur helmingur sjómannanna
sem var giftur eða átti börn. Ef
litið er til aðstandenda hins helm-
ingsins, kemur í ljós að þar eru
engu bjartari horfur varðandi
aficomu, nema síður sé.
Feður og mæður
Svo virðist sem nálega hver ein-
asti þeirra einhleypu sjómanna
sem fórust í Halaveðrinu, hafi átt
fyrir öldruðu foreldri eða foreldr-
um að sjá. Athugun leiðir í ljós að
einir 48 einstaklingar hafa þarna
misst sína einu fyrirvinnu. Hér í
eru aðeins taldir þeir sem taka
fram sérstaklega að þeir hafi verið
algerlega háðir stuðningi hins
látna. Óhætt mun að bæta við 38
sem láta sér nægja að skrá sig í
reitinn fyrir þá sem voru á „fram-
færi hins látna - að nokkru eða
öllu“ eins og komist er að orði í
hinni stöðluðu fyrirspurn skýrsl-
Minningarathöfnin 10. mars 1925.
SAGNIR 71