Sagnir - 01.04.1984, Blaðsíða 7

Sagnir - 01.04.1984, Blaðsíða 7
REYKJAVÍK OG HAFIÐ Flest kennileiti eru horfin, Tjörnin er að vísu enn á sama stað en mun minni. Fyllt hefur verið npp í hana norðanverða og Lcekurinn erhorfinn. Sama má segja um strandlengjuna; varir og uppsátur hafa liorfið undir uppfyllingar. Eff- ersey er orðin landföst ogfærtþangað áflóði sem á fjöru, götur og byggingar eru nú þar sem áður var kolblár sjór. Reykjavík var hálfdanskur bær fram um miðja 19. öld og réðu þar þá ríkjum danskir kaupmenn. Þeir sóttust eftir að fá keyptan saltfisk, sem varð langmikilvægasta útflutnings- vara íslendinga þegar líða tók á 19. öldina. Með vaxandi útgerðfjölgaðifólki í Reykjavík, menn fluttu úrsveitinni að sjávarsíðunni í atvinnuleit. Svonefndir tómthúsmenn og þeirrafólk voru rúmur helmingur bœjarbúa og lifðu einkum af sjó. Tómthúsmenn fengu stundum vinnu hjá kaupmönnum, utan vertíða, en sú atvinna var stopul og varð þá að bjarga sér og sínum með öðrum hætti. Tómthúsmennirnir voru tákn nýrra tíma og ekki var laust við að ýmsir litu þessa upprenn- andi stétt Iwrnauga. Mótuðust viðhorf margra til hennar afhagsmunum landbúnaðarsamfélagsins og aldalangri tortryggni ráðandi stétta gagnvart sjávarútvegi. En tómthúsmenn létu ekki kveða sig í kútinn; þeir öðluðust vitund um sjálfa sig sem ajl og kröfðust pólitískra réttinda í samræmi við það. Annars var félagslíf tómthúsmanna og ann- arra sjómanna í Reykjavík heldur daiflegt og búðarstöður þeirra með tilheyrandi drykkjuskap voru þyrnir í augum margra. Reynt var að ráða bót áþessu um 1875 og „efla framfarafýsi“ stétt- arinnar, m.a. með stofnun svonefnds Sjómanna- klúbbs. Umtalsverðar breytingar urðu á sjósókn Reykvíkinga. Fyrsta skútan varkomin (1866) °g var í eigu tómthúsmanna. En það var eins og þeir væru ekki undir það búnir að gera út þilskip. Aðalþáttaskilin í sjósókn á þessum tima, um 1870, tengdust opnu bátunum. Þeir urðu betri með nýju lagi, Engeyjarlagi, ogsegla- búnaðifórfram svo að þetta urðu hörkusiglarar. Reykvíkingar og Seltirningar vorufyrst búnir til að taka við skútum um 1890 en gerðu það þá heldur myndarlega. Óumdeildur forystumaður þeirrar framfarasóknar var Geir Zöega. Flestar urðu skúturnar í Reykjavík um 1906 en eftirþað tóku þær að láta í minni pokann fyrir vélbátum og togurum. Árið Í905 keypti fyrsta alíslenska togara- hlutafélagið gamlan togara, Coot,frá Englandi. Ári seinna stofnuðu sex skútuskipstjórar, ásamt ThorJensen, útgerðarfélagið Alliance og keyptu þeir nýjan togara,Jón forseta. Fleiri sigldu í kjölfarið; togaraútgerðin reynd- ist yfirleitt ábatasöm. Það var þó undarlegt hve Reykvíkingar voru hugsunarlitlir um hafnar- bætur. Hafnarmannvirki voru þar engin lengi framan af utan nokkrar smábryggjur kaup- manna, sem stærri skip gátu ekki lagst að. Þil- skipin þurftu að liggja við legufæri nokkuð frá landi og allan afla þurfti að flytja milli skips og lands á smábátum. Sama máli gegndi raunar um allan inn- og útflutning. Það var ekki fyrr en Í9Í3, eftir að togaraöld var gengin í garð, að hafnarframkvæmdir hófust í bænum. En vinnan í tengslum við utgerðina fór ekki öllfram við sjávarsíðuna. Við Tjörnina var til dæmis frá því um aldamót oft mikið um að vera þegar ís var þar færður á land. ísinn úr Tjörn- inni var meðal annars notaður til geymslu á beitusíld auk þess sem ísvarinn fiskur varfluttur út. Togaraútgerðin hafði örvandi áhrif á vöxt Reykjavíkur eins og þilskipin áður. Árið 1910 er talið að um tíundihver Reykvíkingur hafi haft framfæri sitt af útgerðinni enfimmtungur árið Í9Í7. Togaraskipstjórar höfðu tvöfalt hærri tekjur en embættismenn, sem bjuggu í bænum, og liafa það vafalaust verið búdrýgindi fyrir bæjarsjóð. Þá var líka eftirsótt að fá pláss á tog- ara, ólíkt því sem varð til dæmis á 5. og 6. ára- tugnum. En þó að togarapláss væru eftirsótt vissu menn að alltaf mætti viðþví búast að Ægir tæki sinn toll. Margra reykvískra sjómanna biðu grimm örlög á hafi úti og konur þeirra og börn stóðu eftir bjargarlítil, svo sem eftirhið illræmda Halaveður árið 1925. Ekki var öll sagan sögð þó aðfskurinn hefði SAGNIR 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.