Sagnir - 01.04.1984, Blaðsíða 52
HAFNALAUS HÖFUÐSTAÐUR
Segir blaðið ennfremur að tveir
erlendir verkfræðingar hafi verið
fengnir til að „rannsaka bryggju-
stæðið“ að undirlagi Sigurðar
Briem. Telur blaðið að slíkar
framkvæmdir myndu hafa „afar
mikil og víðtæk áhrifá höfuðstað-
inn.“ En það átti eftir að koma á
daginn að ekki voru allir sammála
um ágæti þeirra áhrifa.
Þeir tveir stórkaupmenn sem
Sigurður var hér korninn í félags-
skap við voru engir skussar. Louis
Zöllner var kaupmaður í New-
castle á Englandi og hafði verið
umboðsmaður íslensku kaupfé-
laganna þar. Þórarinn Tuliníus
rak heildverslun í Kaupmanna-
höfn og átti jafnframt ýmsar
verslanir hérlendis, auk gufu-
skipafélagsins Thore.
Það var því ekki undarlegt að
kaupmenn í Reykjavík legðu að
bæjaryfirvöldum að taka nú til
hendinni í hafnarmálum þegar
þeir fréttu af þessum hugmynd-
um í Skerjafirði. Hefur áskorun
þeirra um að fá hingað norskan
eða skoskan verkfræðing átt rót
sína að rekja til þessara frétta.
Þróun mála frá 1905-1907 er
ekki ljós, en íjúlí 1907 stofnar Sig-
urður Briem hlutafélagið ’Höfn‘
ásamt þeim Birni augnlækni og
Ólafi Árnasyni, kaupmanni á
Eyrarbakka. Þeir félagar hugðust
leggja fram 3A hluta þess fjár sem
til framkvæmda í Skerjafirði
þyrfti, en 14 hluta höfðu þeir
tryggt sér erlendis. Hugsanlega
hafa fyrrnefndir stórkaupmenn
ætlað að leggja fram það fé, en um
það hafa ekki fundist nein gögn.
Þess ber þó að geta, að á Þjóð-
skjalasafni á að vera skjalapakki
frá Ólafi Árnasyni varðandi
’Höfn*. Pakkinn er nú með öllu
horfinn og aðeins hægt að geta sér
til um innihald hans.
Markmið ’Hafnar* var að
byggja hafskipabryggju við
Skerjafjörð - í landi Skildinga-
ness. Til þess að tryggja flutninga
að henni og frá vildu þeir félagar
Björn Ólafsson (1862-1909), augn-
lceknir.
fá að leggja sporbraut, úr Skerja-
firði um land Reykjavíkur niður í
miðbæ. Leitað var ásjár Alþingis í
þessu rnáli.
Höfn - handa hverjum?
Á þinginu 1907 var flutt frumvarp
til laga um heimild til að leggja
slíka sporbraut. Flutningsmenn
voru allir Norðlendingar. Þótti
þeim Tryggva Gunnarssyni og
Guðmundi Björnssyni, þing-
mönnum Reykvíkinga, skjóta
skökku við að norðanmenn væru
farnir að bera hag Reykjavíkur
svo fyrir brjósti. Flutningsmenn
töldu að þetta væri ekki aðeins
hagsmunamál fyrir bæjarfélag
Reykjavíkur heldur og alla lands-
byggðina. AÁrir landsbyggðar-
þingmenn voru á sama máli.
Reykjavíkurþingmennirnir sner-
ust eindregið gegn frumvarpinu á
þeim forsendum að því væri beint
gegn hagsmunum höfuðstaðar-
ins. Þetta væri tilraun til að ræna
hafnartekjum þar sem Skildinga-
nes væri utan lögsagnarumdæmis
Reykjavíkur og til að einoka hafn-
arviðskipti. Þessar röksemdir
hljóma kunnuglega í eyrum eftir
að hafa lesið rök þeirra félaga gegn
löggildingu í Viðey. Þegar haft er
í huga að hafnargerð hafði lengi
verið til umræðu og athugunar
hjá bæjarstjórn Reykjavíkur er
vart hægt að verjast þeirri hugsun
að eitthvað umfram almenna
hagsmuni hafi legið að baki þess-
ari hörðu andstöðu Reykjavíkur-
þingmannanna. Áætlað hafði
verið að hafnargerð í Skerjafirði
myndi kosta 3-400 þúsund krón-
ur, sem var aðeins brot af áætluð-
um kostnaði við Reykjavíkur-
höfn. Þeir ’Hafnar‘menn höfðu
boðið bæjaryfirvöldum í Reykja-
vík til samstarfs um gerð hafnar í
Skerjafirði og afnot af henni, en
því boði verið hafnað. Rökin fyrir
því voru, að meðan allt væri óljóst
um hafnargerð í Reykjavík vildi
bæjarstjórnin ekki binda sig ann-
ars staðar. Þátttaka í hafnargerð í
Skerjafirði hefði því verið fjár-
hagslega hagkvæm fyrir Reykja-
víkurbæ - og það var nú einmitt
kostnaðurinn við hafnargerð sem
hafði vaxið mönnurn í augum.
Hvaða hagsmunir voru þá í
hættu?
Skúli Thoroddsen, þingmaður
Norðurísfirðinga, lýsti þeirri
skoðun sinni við þessar umræður,
að hann væri fylgjandi því að
’Hafnar‘mönnum yrði veitt leyfi
til járnbrautarlagningar um land
Reykjavíkur. Hann taldi það vera
mjög til hagsbóta fyrir hinn al-
menna Reykvíking að fá þarna
höfn sér að kostnaðarlausu. Ef
höfn yrði gerð í Reykjavík yrðu
útsvarsgreiðendur að bera kostn-
að af því, en kaupmenn hirtu svo
gróðann. Ætli hér sé ekki komið
að kjarna málsins? Kaupmenn
sem höfðu komið sér fyrir með
bryggjur sínar við Hafnarstræti
hafa líklega séð sína sæng upp-
reidda ef höfn yrði gerð sunnan-
vert á Seltjarnarnesi. Lóðir þeirra
myndu falla í verði og verslun
50 SAGNIR