Sagnir - 01.04.1984, Blaðsíða 70

Sagnir - 01.04.1984, Blaðsíða 70
HALAVEÐRIÐ OG HEIMILI í VANDA Óveðrið Laugardaginn 7. febrúar komu starfsmenn veðurstofunnar til vinnu klukkan sex. Þeir hófu þegar að vinna úr veðurskeytum og útbúa veðurspá dagsins. Spáin var tilbúin um klukkan hálf níu og sendi loftskeytamaður stofunnar hana út með mors-lyklinum. Samtímis bárust veðurfregnirnar til þeirra skipa er höfðu mors- móttökutæki. Ljóst var að djúp og kröpp lægð nálgaðist landið. Bátar frá verstöðvum við Faxa- flóa höfðu haldið til veiða um morguninn. Upp úr hádegi var orðið það hvasst, að ekki var lengur veiðiveður. Þeir sneru því til hafnar og voru að tínast inn, fram eftir deginum. Síðdegis voru þeir allir komnir til lands, nema línubáturinn Sólveig. Varfljótlega farið að óttast um afdrif bátsins, en hann hafði verið á veiðum úti af Stafnesi. Þegar var hafin leit, gengnar voru fjörur og leitað á sjó. Fannst brak úr bátnum og var þá Sólveig talin af og með henni sex menn. Víkur nú sögunni vestur á Hala- mið, þar sem glíman við Ægi varð hvað hörðust og ægilegust. Þar voru 16 togarar á meðan óveðrið gekk yfir 7. og 8. febrúar. Þetta voru íslensku togararnir Ari, Ása, Draupnir, Egill Skallagrímsson, Gulltoppur, Gylfi, Hilmir, Jónfor- seti, Leifur heppni, Njörður, Sur- prise, Tryggvi gamli og Þórólfur. Auk þeirra voru þrír enskir togar- ar, sem gerðir voru út frá Hafnar- firði af bræðrunum Hellyer. íslenskar áhafnir og skipstjórar voru á þeim að mestu leyti. Þetta voru togararnir Ceresio, Earl Haig og Fieldmarshall Robertson. Togararnir höfðu verið að toga fram eftir morgni þann 7. febrúar, en fengið lítinn afla. Þó hafði Leifur heppni veitt vel um nóttina og var hann að ljúka fengsælum veiðitúr. Um hádegi hættu flestir Tryggvi gamli. togararnir að toga, drógu inn vörpuna og tóku að ganga frá. Gert var að aflanum, varpan bundin og allt lauslegt á dekkinu kyrfilega fest. Egill Skallagríms- son, Hilmir og Gulltoppur sigldu framhjá Leifi heppna skömmu eftir hádegi; var Leifur þá enn að veiðum og stóðu menn í aðgerð á þilfari, enda var þar þó nokkuð af fiski. Síðdegis þennan laugardag var komið fárviðri og illt í sjó. Togar- arnir sneru upp í storminn, því þannig vörðust þeir best sjógang- num. Stórsjór reið yfir skipin og hættan á því að brotsjór skylli á þeim var gífurleg. Við bættist ísing sem hlóðst á togarana; urðu möstrin sver sem reykháfar af hennar völdum. Þráttfyrirítrustu varkárni á siglingu í svona veðri, varð varla komist hjá skakka- föllum. Flestir togararnir urðu fyrir brotsjó. Earl Haig varð fyrir því tvisvar í þessum túr: Um leið reið brotsjórinn fram yfir skipið, bakborðsmegin. Þeir vissu ekki fyrr til en þeir lágu í sjó, sem þeytti þeim sitt á hvað, og allt í einu var ekkert þak á brúnni lengur. Sjórinn reif stýrishúsið af fyrir ofan brjósthæð. Gluggar, þak og hurðir þeyttust út á sjó. Um leið kastaðist skipið enn á hlið- ina og lá nú með möstrin í sjó. (Sveinn Sæmundssonbls. 170). Sjórinn reif allt með sér, þegar hann gekk yfir togarana. Hann braut flesta björgunarbátana, tók með sér lifrarfötin og kastaði öllu til í lestunum. Við það fengu tog- ararnir slagsíðu, þar sem kol, salt og fiskur kastaðist út í aðra hliðina en hásetarnir stóðu í stöðugum mokstri til þess að rétta þá af. Sjór flæddi inn í vélarrúm og vistar- verur neðan þilja, þannig að vatnsaustur bættist ofan á aðra vinnu sjómannanna. Dælur skip- anna vildu stíflast af völdum kola, er settust í þær, og vélstjórarnir börðust við að halda kötlunum logandi og vélunum gangandi. Þetta var erfitt verk, einkum eftir að sjór flæddi niður í vélarrúmin. Hitnaði sjórinn fljótlega og vél- stjórarnir brenndust á fótum við að standa í honum. Þannig börðust sjómennirnir í nær tvo sólarhringa við náttúru- öflin. Veðrinu slotaði ekki fyrr en aðfaranótt mánudagsins 9. febrú- ar. Þá töldu skipstjórarnir óhætt að snúa togurunum undan veðr- inu og halda til lands. Þau skip sem best voru á sig komin héldu 68 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.