Sagnir - 01.04.1984, Side 14
HYSKIÐ f ÞURRABÚÐUM
Klöpp í Skuggahverfi. Þarhjó letigi tómt-
húsmaðurinn Níels Eyjólfsson, sbr. bls. 9.
fiskur kom að mestu í stað skreið-
ar. í Reykjavík jókst þörfin fyrir
vinnuafl og sama má segja um
sveitirnar. Eftir því sem bændum
fjölgaði þurfti fleira vinnufólk.
Aukin hreyfing var því komin á
samfélagið.
Petta eitt sér dugar þó ekki til að
skýra af hverju tómthúsfólki
fjölgaði í Reykjavík. Afstaða bæj-
aryfirvalda skipti verulegu máli.
Færri komust að en vildu í
Reykjavík, því að bæjarstjórn
reyndi ávallt að fylgjast vel með
að ekki fengju of margir leyfi til
tómthúsmennsku í bænum. Bæj-
arfógeti, sýslumaður Gullbringu-
sýslu og stiftamtmaður gátu veitt
mönnum leyfi til að setjast að sem
tómthúsmenn í Reykjavík. Sumir
embættismenn voru velviljaðir
tómthúsmönnum og mætti þar
nefna Sigurð Thorgrímsen bæjar-
fógeta 1813-1828 og Krieger stift-
amtmann 1829-1836. Viðhorf
slíkra manna gat skipt miklu fyrir
þá sem í bænum vildu búa - þeirra
var valdið. Eftir að liafa lesið það
sem á undan er komið finnst
eflaust einhverjum undarlegt að
mikilsmetnir embættismenn hafi
viljað tómthúsmenn í bænum.
Þess má geta svona í framhjá-
hlaupi að nokkrir tómthúsmenn í
Reykjavík urðu umsvifamiklir og
athafnasamir, mætti þar til dæmis
nefna Geir Zöega, útgerðarmann
með mciru.
Stefna bæjaryfirvalda spcglað-
ist vel í aðgerðum fátækranefndar
bæjarins. Stundum kom það fyrir
að þeir sem sátu í henni óttuðust
fátækrabyrði, vegna tómthús-
manna í bænum. Fremur var þó
reynt að styrkja menn til að vera
sjálfbjarga cn að láta þá lcggjast
alveg á bæinn. Árni Helgason
stiftprófastur í Göróum, og um
tíma biskup, sat í fátækranefnd
Reykjavíkur frá upphafi, en hún
var stofnuð í lok ársins 1821.
Reyndar hafði hann fylgst með
fátækramálum frá 1814 er hann
varð dómkirkjuprestur. Það má
ætla að hann hafi verið öllum
hnútum kunnugur og vitað
manna best hvernig ástandið var í
tómthúsunum. Árni vildi láta
hjálpa tómthúsmönnum á erfið-
leikatímum, því þess á milli hefðu
þeir nóg í sig og á. Þeir tómthús-
menn scm lifðu reglubundnu lífi
kæmust mun betur af en margur
sveitabóndinn.
Að öllum líkindum hefur það
verið þáttur í stefnu bæjaryfir-
valda að veita tómthúsmönnum
viss fríðindi. Þeir þurftu ekki að
greiða há gjöld til bæjarins;
útsvarið þeirra var lægra en borg-
aranna og þeir sluppu að mestu
við lóðar- og uppsátursgjöld fyrir
báta sína. Af þcssu er ljóst að
tómthúsmenn voru ekki alltaf
óvelkomnir í bæinn, þó reynt hafi
verið að halda fjölda þeirra í skefj-
um.
Ólafur Stefánsson hafði sagt að
barnadauði væri meiri í þurrabúð-
um en annars staðar. í desember
árið 1795 skrifaði Geir Vídalín,
síðar biskup, bréf til Hannesar
Finnssonar biskups. Þar segir
bréfritari að barnadauði hjá þurra-
búðarfólki í Reykjavík sé ekki eins
mikill og hann hefði haldið, og
kom honum þetta á óvart. Hugs-
anlega hefur einmitt skortur á
kúamjólk bjargað mörgum hvít-
voðungnum í þurrabúðunum. Á
12 SAGNIR