Sagnir - 01.04.1984, Side 20

Sagnir - 01.04.1984, Side 20
TÓMTHÚSMENN í BÆJARPÓLITÍKINNI stað þess að taka einn hluta af dagsafla einu sinni á ári var nú ársaflinn skattlagður og því veru- leg hækkun á ferðinni. Þá óttuð- ust formenn og eigendur báta að spítalagjaldið lenti á þeim einum, þvf hásetar komu og fóru. Fiski- mönnum sveið einnig undan að embættismenn og bændur á Al- þingi legðu þungan skatt á stétt sem bjó við svo ótrygga afkomu, en hlífðu sér og sínurn. Óánægjan náði um land allt og bárust Alþingi margar bænarskrár um að hverfa aftur til fyrra horfs. Tómthúsmenn í Reykjavík tóku forystu í málinu og reyndu að senrja við stiftsyfirvöld árið 1869. Stiftið sat hins vegar við sama keip. Enn reyndu tómthúsmenn að miðla málum ári síðar og sögðust hafa skipt „kellingunni" hlut. Til vara voru þeir fúsir að greiða samkvæmt nýju tilskipun- inni af vetrarajla, en sögðust ekki muna aflann á öðrum vertíðum ársins. Yfirvöld þáðu hvorugan kostinn heldur skipuðu bæjar- stjórn að áætla aflahlut hvers og eins. Ekki verður sagt að bæjarstjórn gengi einhuga að þessu verki, aðeins fjórir fulltrúar fylgdu skipuninni fram. Fimmti fulltrúi borgaranna boðaði forföll, þegar meta átti aflann, og Jón Pórðar- son, fulltrúi tómthúsmanna, neit- aði að eiga hlut að máli. Skömmu síðar sagði hann af sér. Fjór- menningarnir, sem eftir sátu, sættu mikilli gagnrýni fyrir afla- matið og var lýst á þá vantrausti í tvígang. Hafi einhver verið í vafa um af- stöðu tómthúsmanna, varð hún ljós daginn sem þeir áttu að velja fulltrúa í stað Jóns. Enginn atkvæðisbær tómthúsmaður kaus og var það í mótmælaskyni við aflamatið. Nokkru síðar var enn boðað til kosninga svo skipa mætti auða sætið, en allt sótti í sama farið. Þá greip kjörstjórnin til sinna ráða og sendi pólití út af örkinni í atkvæðasmölun. Eftir að kjörfundi var slitið kom í ljós að Jón Arason tómthúsmaður hafði hlotið öll greidd atkvæði, þrjú talsins. Var þetta mjög í óþökk hins nýkjörna og segir Jón Helga- son biskup að „... Jón yrði ekki annarri stund fegnari en þegar hann þurfti ekki framar að setjast í fulltrúastólinn í stjórn bæjarins.“ Enn var rætt um spítalagjaldið á Alþingi árið 1871. í ályktun sem þar var lögð fram eru ávextir þess taldir vera sundurlyndi og þrætur og hafi lögin einungis orðið læknasjóði til tjóns. Þingmenn urðu þó ekki sammála um að hverfa frá gjaldinu, en gerðu þess í stað ýmsar lagfæringar þannig að öll ákvæði urðu skýrari. Bænarskrá og breytingar á stjórnskipan Þó að hlutur tómthúsmanna í sameiginlegum gjöldum stækkaði með árunurn komu pólitísk rétt- indi ekki í kjölfarið. Spítalagjaldið hefur líklega fyllt mælinn því enn settust tómthúsmenn við skriftir 1869, nú var það bænarskrá til Al- þingis. Lýstu þeir óánægju sinni með að fá einungis að kjósa einn fulltrúa í bæjarstjórnina. Með að- greiningu milli borgara og tómt- húsmanna sé lögunum skipt og bæjarfélaginu sundrað. Alþingi tók þessari bón vel. Með nýrri reglugerð um málefni Reykjavík- ur frá 1872 urðu ýmsar breytingar á stjórnskipan bæjarins. Meðal annars var felld niður aðgreining milli borgara og tómthúsmanna. í staðinn átti að kjósa til skiptis á þriggja ára fresti meirihluta og minnihluta bæjarstjórnar. Allir máttu kjósa meirihlutann, hefðu þeir kosningarétt til Alþingis og greiddu a.m.k. fjóra ríkisdali í bæjargjöld. En að auki skyldu kjósa minnihlutann þeir góðborg- arar, sem samtals greiddu þriðj- ung allra bæjargjalda. Þessi nýja reglugerð rétti hlut tómthúsmanna verulega, þóttenn réði efnahagur miklu um völd og áhrif. Dræm kjörsókn og tómlæti bæjarmanna einkenndu þó áfrarn kosningar en aflið, sem batt tómt- húsmenn saman þcgar úlfúðin út af spítalafiski var sem mcst, átti þó enn eftir að leysast úr læðingi. Samblástur Jóns ritara Seint á áttunda áratugnum rak á fjörur tómthúsmanna kynlegan kvist. Þetta varJónJónsson lands- höfðingjaritari. Með þvíjón kom svo eftirminnilega við sögu tómt- húsmanna í Reykjavík er ekki úr vegi að segja nánar frá honum. Jón var fæddur í Reykjavík en var danskur í móðurætt. Hann fluttist ungur til Danmerkur og gekk þar menntaveginn. Árið 1872 var Jón alkominn til íslands og gerðist skrifstofustjóri hins nýstofnaða landshöfðingjaem- bættis. Bar hann embættisheitið landshöfðingjaritari en það þótti óþjált og var jafnan stytt. Skrif- stofustjórinn varð því kunnur í bænum einfaldlega sem „Jón rit- * (( an. Jón biskup Helgason lýsir Jóni ritara sem hálfgerðum krypp- lingi, með mikinn herðakistil og skrifar „... má vel vera, að þeir vanburðir hans hafi haft nokkur áhrif á skaplyndi hans, þegar mót- þróa var að mæta. “ Með því fylgir aðjón ritari hafi verið „óróinn" í fremur kyrrlátu bæjarlífinu. Jón biskup tekur þó mjög í sama streng og Steingrímur Thor- steinsson sem skrifaði skönrmu eftir andlát Jóns ritara: „Sannur mannskaði var að Jóni, enda munu allir almennilegir menn sakna hans, bæði sakir dugnaðar og mannkosta, sem yfirgnæfðu langt það sem áfátt var.“ Jón ritari var sagður atorku- maður, ötull og einbeittur. Með- fram ritaraembættinu voru hon- tlm falin ýmis verkefni og varð brátt kunnur alþjóð, ýmist af 18 SAGNIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.