Sagnir - 01.04.1984, Page 43
OPNIR BÁTAR Á SKÚTUÖLD
knúið þetta bann fram vegna
öfundar yfir velgengni Reykvík-
inga og Seltirninga.
Fyrstu árin hafði bannið frá
1886 lítil áhrif, Innnesjamenn
lögðu net sín í trássi við allar
reglur og virtu þær að vettugi.
Netin lögðu þeir dufllaus og harð-
neituðu að greiða sektir þrátt fyrir
ítrekuð afbrot og spannst af þessu
mikill ófriður með kærum og
ólátum. Kristleifur Þorsteinsson
segir svo frá:
Létu flestir hinir mestu merkis-
bændur á Seltjarnarnesi heldur
setja sig í fangelsi en bo-ga sekt-
ina. Var þeim af fæstum talið
það til æruhnekkis. (Úr
byggðum Borgarjjarðar II, 221)
Afli opnu bátanna hélst í nokkur
ár eftir þetta, en netabanninu var
fylgt fast eftir og hart látið mæta
\
hörðu. Netaveiði var svo endan-
lega bönnuð á árinu 1890.
Netabannið skilaði þorskinum
ekki aftur á grunnmiðin; algjör
aflabrestur varð á opnum bátum
næstu ár. Reyndar öfluðu Reyk-
víkingar vel árið 1893, en afskap-
lega lítið það sem eftir lifði ára-
tugarins. Bátaútvegur Reykvík-
inga náði sér ekki á strik eftir þetta.
Á þessu korti eru merkt helstu jiskimiðin
ísunnanverðum Faxajlóanum sem
Innnesjamenn veiddu á. Sést vel hve
langt það hefur verið að sigla á opnum
sexœringifrá Reykjavík alla leið í
Garðsjóinn og heirn afturað kvöldi. Þetta
gerðu þó Reykvíkingar og Seltirningar
oft á haustvertíðum þegar fiskilaust var á
heimamiðum þeirra.
Breyttur bær á skútuöld
Á skútuöldinni breyttist Reykjavík
úr tvöþúsund manna þorpi i tæp-
lega tólfþúsund manna bæ. Tals-
verð fjölgun átti sér stað á árunum
1870-90, áður en skúturnar náðu
sér á strik. Fjöldi bæjarbúa tvö-
faldaðist þá á tveimur áratugum
- á uppgangstíma bátaútvegsins.
Höfuðatvinnuvegur Reykvíkinga
á skútuöldinni var sjávarútvegur-
inn, sem tæpur helmingur bæjar-
búa byggði afkomu sína á. Að svo
miklu leyti sem mögulegt er að
rekja aðdráttarafl og vöxt bæjar-
ins til sjávarútvegsins, tel ég báta-
útgerðina á fyrri helmingi skútu-
aldarinnar hafa haft meiri áhrif en
skúturnar sjálfar. Helgi Skúli
Kjartansson sagnfræðingur nefnir
/SELBARNARNES^V.OEV^
/ Nei \ (V \ V J ''4^''*
hafnarfjörður
Ásvaröa
SAGNIR 41