Sagnir - 01.04.1984, Page 47
Gerður Róbertsdóttir og Ragnheiður Mósesdóttir
Fyrir tíma flugvéla og símstrengja voru skip tengiliðir ís-
lands við umheiminn. Þau fluttu vörur, fólk og fréttir til
landsins og hefði mátt ætla að íbúar þessa lands, og þá eink-
um íbúar höfuðstaðarins, legðu allt sitt kapp á að taka vel á
móti þessum tenglum við útlönd. En Reykvíkingar voru
sinnulitlir um þetta. Frá náttúrunnar hendi var höfn í
Reykjavík, en hún þótti ekki góð. Þar voru talsverðir
straumar og ekkert skjól fyrir veðrum. Skip gátu nær
hvergi lagst að bryggju og urðu því að liggja langt frá landi.
Vörur og fólk þurfti að selflytja á smábátum frá skipi til
lands. Sama máli gegndi um allan afla þilskipanna. Vond
veður gátu tafið þessa flutninga svo dögum skipti og í stór-
viðrum var hætta á að skipin ræki á land. Það var ekki fyrr
en árið 1913 að framkvæmdir voru hafnar við Reykjavíkur-
höfn. Þá hafði verið rætt um hafnarbætur í 58 ár. Líklega
hafa áætlanir um gerð hafskipabryggju í Skerjafirði og
löggildingu verslunarstaðar í Viðey valdið miklu um að
endanleg ákvörðun var tekin. Má teljast furðulegt að höf-
uðstaður íslands og miðstöð verslunar hafí búið við slíkt
ófremdarástand svo lengi.
Reykjavík árið 1900
Um síðustu aldamót var svipmót
Kvosarinnar í Reykjavík annað en
nú. Steinsteypa og malbik hafa
breytt miklu, svo og uppfylling
norðan Hafnarstrætis. Um alda-
mótin bar Hafnarstræti nafn með
rentu. Sunnan götunnar stóðu hús
kaupmanna en norðan hennar
voru pakkhús á dreif. Fast við
húsin var svo breið fjaran. Gatan
lá í sveig meðfram úörukambin-
um, en þaðan blöstu við skip er
lágu úti á höfninni. Hafnarmann-
virkin í þá daga voru ekki upp á
marga fiska; fjöldi smábryggja í
eigu kaupmanna kúrði í íjörunni.
Nöfn þeirra sýna að hver velmeg-
andi kaupmaður hefur látið smíða
sína eigin bryggju. Vestast var
Geirsbryggja, þá Fischersbryggja,
SAGNIR 45