Sagnir - 01.04.1984, Side 64

Sagnir - 01.04.1984, Side 64
GEIR ZOÉGA Frá Björgvin í Noregi á 7. áratug 19. aldar. Árið 1865 sótti Geir Zoega ásamt nokkrum öðrum íslendingum ftskisýningu í Björgvin og hefursú sýning vafalaust átt sinnþátt íþvíað Geir tók að leitafyrirsér um þilskipakaup. Árisíðar hajði hann eign- ast sinn fyrsta hlut íþilskipi. Hún sagði mér margar sögur um röskleik hans, þrek og áræði, og að snemma hefði hann verið öðrum jafnöldrum sínum fremri bæði í leikjum og verklegum framkvæmdum, og með árvekni og útsjónarsemi hefði hann unnið sér inn margan skilding fyrir að gjöra viðvik og hlaupa erindi fyrir kaupmenn og aðra ^ borgara bæjarins á vetrum, þegar félag- ar hans höfðust ekki að, enda höfðu menn spáð því, að lrann mundi verða maður sjálfstæður og meiri framkvæmdamaður en margir aðrir. (Litið til haka II, 204-205) Allt frá unga aldri stundaði Geir sjómennsku og fram að 1860 var hann venjulega talinn meðal tómthúsmanna á kjörskrám og gjaldskrám bæjarins. Eftir 1860 var hins vegar hætt að skrifa hann tómthúsmann því að hann var þá orðinn húseigandi, eftir að hafa kvænst ekkjunni Guðrúnu Sveins- dóttur, auk þess sem hann var orðinn eigandi að allmiklu túni og tekinn að reka kúabú. Með kröbbum og Kristjáni níunda Hinn 24. ágúst árið 1865, einni stundu fyrir miðjan morgun, kom hollenska gufuskipið St. Johannes til Björgvinjar í Noregi. Um borð voru meðal annarra fjórir íslendingar, sem hugðust sækja fiskisýningu í borginni. Einn þeirra var Geir Zoéga. Fyrsta daginn notuðu Qórmenningarnir til að útvega sér verustað og nutu þar aðstoðar fimmta íslendings- ins, sem komið hafði til Björg- vinjar hálfum mánuði áður. Fiskisýningin í Björgvin fór fram í afarmiklu steinhúsi og var sýningunni hagað svo að liver þjóð hafði herbergi út af fyrir sig. Gat þarna að líta kynstrin öll af ýmsu sem snerti sjávarútveg, skip, veiðarfæri og ýmislegt sjáv- arfang sem verkað hafði verið á hinn margvíslegasta máta. Á ein- urn stað mátti til dæmis sjá krabba af ýmsu tagi en þeir þóttu ágætir til matar á þessum tíma eins og raunar enn í dag. Þarna var líka saltfiskur frá íslandi og var hann álitinn sá besti á sýningunni þótt meira en ársgamall væri og volk- aður nrjög. En ýmislegt fleira var sýnt í Björgvin en krabbar og saltfiskur. Þarna voru meðal annars þilskip af öllunr stærðum og gerðum og án efa hafa íslensku gestirnir veitt þeim athygli þó að ekki væru þar miklar nýjungar á ferðinni. Hér á landi höfðu til dæmis víða verið gerðar tilraunir með þilskipaút- gerð og verður að telja afar líklegt að þeir félagar bafi verið búnir að kynna sér einhverjar þeirra til- rauna áður en þeir konru á fiski- sýninguna í Björgvin. Því er hæpið að fullyrða að Björgvinjar- sýningin hafi ráðið úrslitum um það að Geir Zoéga hélt til Gauta- borgar í Svíþjóð viku áður en sýn- ingunni lauk til að festa kaup á þil- skipi. Þau kaup fórust að vísu fyrir að sinni afeinhverjum ástæð- um sem við vitum ekki nú hverjar voru. Við vitum hins vegar að frá Gautaborg lá leið Geirs til Kaup- mannahafnar þar sem hann hafði mælt sér mót við hina Björgvinj- arfarana. í borginni við Sundið héldu Hafnaríslendingar fimm- menningunum fagnaðarsamsæti og varla hefur ferðalöngunum þótt minni fengur í að fá fyrir til- stuðlan mætra manna að sækja heinr sjálfan kónginn, Kristján níunda. í fylgd með þeim til kon- ungs var sjálfur Jón forseti Sig- urðsson og hafði hann orð fyrir ís- lendingunum. Tók kóngur þeim ljúflega og spurði frétta af íslandi. Kvaðst hann hafa hug á að koma sjálfur þangað norður til að heilsa upp á þegna sína en ef það færist fyrir mundi hann von bráðar senda son sinn í staðinn. Hinn 13. október 1865 lögðu Björgvinjarfararnir af stað til ís- lands frá Kaupmannahöfn með gufuskipinu Arcturusi og stigu á land í Reykjavík snemma morg- uns 29. október. Þeir höfðu 62 SAGNIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.