Sagnir - 01.04.1984, Page 69
Eiríkur K. Björnsson og Helgi Kristjánsson
Halavedrið og
‘mili í vanda
t 11111 "'jiHI—w—i
Mitmitigarathöfnin við Dómkirkjuna
10. mars 1925.
íslenskir sjómenn munu lengi minnast atburða á árinu
1925. Snemma á því ári urðu einhver mestu sjóslys í sögu
íslenskrar útgerðar, þegar fórust í ofviðri á sjöunda tug
sjómanna. Hundruð manna í landi misstu ástvini sína.
Hinir látnu voru oft einu fyrirvinnur stórra heimila. Margir
ættingjar sjómannanna sáu skyndilega fram á ótrygga
afkomu og erfiðleika. Hvernig reiddi þeim af og hvernig
brást samfélagið við þessum vanda?
Aðvörunarskeyti
Það var kaldhæðni örlaganna, að
hinn 15. janúar 1925 birti Morg-
Unblaðið viðtal við dr. Þorkel
Þorkelsson veðurstofustjóra. Var
hann spurður hvort veðurstofan
v®ri undir það búin að senda að-
vörunarskeyti til verstöðva, ef
°fviðri væri í aðsigi. Taldi Þorkell
að veðurstofan gæti sent út
aðvörunarskeyti eins og starfi
stofnunarinnar væri þá háttað.
Hins vegar taldi hann þann galla á,
að skeytin yrðu of tíð og óná-
kvæm; þannig að sjómenn hættu
að sinna þeim.
Tæpum tveimur mánuðum
síðar, þann 10. mars, blöktu fánar
í hálfa stöng í Reykjavík. Búðum
og skrifstofum var lokað á hádegi
og klukkan tvö stöðvaðist öll
umferð og athafnalíf í borginni í
fimm mínútur. Karlmenn stóðu
þungir á brún með höfuðföt sín í
höndum og aðrir vegfarendur
lutu höfði. Það var alvara yfir
öllu, menn voru að minnast 67
sjómanna sem farist höfðu í
mannskaðaveðrinu er gekk yfir
landið 7. og 8. febrúar. Guðsþjón-
ustur voru haldnar í báðum kirkj-
um Reykjavíkur og samskonar
athöfn fór fram í Hafnarfirði.
Ekki komst helmingur af þeim,
sem vildu, inn í kirkjurnar, en þar
voru samankomnir aðstandendur
hinna látnu og framámenn í
íslensku þjóðlífi auk erlendra
sendimanna.
SAGNIR 67