Sagnir - 01.04.1984, Page 71

Sagnir - 01.04.1984, Page 71
HALAVEÐRIÐ OG HEIMILI f VANDA til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar en hin leituðu hafna á Vestfjörð- um. Erfiðlega gekk að ná til Vest- fjarða símleiðis, þar sem síma- línur höfðu eyðilagst í fárviðrinu. Flest loftnet togaranna höfðu brotnað niður vegna ísingar enda gekk seint að ná sambandi við þá eftir að veðrinu slotaði. Því dróst að farið væri að örvænta um þau skip sem ekki náðist í. Togararnir sem ekki höfðu loftnet fengu önnur skip til að senda skeyti til heimahafna sinna. Af þeim skeyt- um sem fyrst bárust til Reykja- víkur sáu menn að togaraflotinn hafði lent í alvarlegum vand- ræðum á Halamiðum. Tveggja togara saknað Þegar leið á vikuna, höfðu allir togararnir tilkynnt sig nema Leifur hepptii frá Reykjavík og Fieldmarshall Robertson frá Hafnar- firði. Til þeirra hafði sést eftir að óveðrið hófst. Eins og áður sagði, þá stóðu mennirnir á Leifi heppna enn í aðgerð, er þrír togarar sigldu framhjá seinnihluta laugardagsins 7. febrúar. Drauptiir sigldi framhjá Fieldmarshall Robertson skömmu eftir að óveðrið skall á. Einnig hafði verið haft loftskeyta- samband við hann frarn eftir kvöldi og mun Tryggvi gatnli einna síðast hafa gert það; var þá allt með felldu um borð. Hvor- ugur togarinn hafði gefið út neyð- arkall. Eigendur þeirra leituðu til íslenskra stjórnvalda þann 11. febrúar og óskuðu eftir að varð- skipið Fylla yrði sent til leitar. Eins og áður gat, voru Hellyer- bræður eigendur Fieldtnarshall Robertson en eigandi Leifs heppna var útgerðarfélagið Geir Thor- steinsson og Co. Varðskipið Fylla og togarinn Ceresio voru þegar send til leitar, en hvorugt skip- anna varð vart við hina týndu tog- ara. Togaraeigendur komu því saman til fundar og ákváðu að senda hóp togara til þess að leita skipulega. Sunnudaginn 15. febrúar hófst Varðskipið Fylla. skipulögð leit, þar sem skipin sigldu með ákveðnu millibili á um 90 mílna svæði. Þannig áttu þau að kemba það svæði, þar sem talið var líklegast að þá væri að finna. Togararnir sigldu meðan bjart var en héldu kyrru fyrir á næturnar. Þessi víðtæka leit reyndist árang- urslaus. Skipin tvö voru talin af og með þeim fórust 67 menn, sex Englendingar og 61 íslendingur. Aðstandendur í flestum tilvikum voru þeir sem fórust fyrirvinnur stórra heimila og því ómaksins vert að kynna sér Leifur heppni. SAGNIR 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.