Sagnir - 01.04.1984, Page 71
HALAVEÐRIÐ OG HEIMILI f VANDA
til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar
en hin leituðu hafna á Vestfjörð-
um.
Erfiðlega gekk að ná til Vest-
fjarða símleiðis, þar sem síma-
línur höfðu eyðilagst í fárviðrinu.
Flest loftnet togaranna höfðu
brotnað niður vegna ísingar enda
gekk seint að ná sambandi við þá
eftir að veðrinu slotaði. Því dróst
að farið væri að örvænta um þau
skip sem ekki náðist í. Togararnir
sem ekki höfðu loftnet fengu
önnur skip til að senda skeyti til
heimahafna sinna. Af þeim skeyt-
um sem fyrst bárust til Reykja-
víkur sáu menn að togaraflotinn
hafði lent í alvarlegum vand-
ræðum á Halamiðum.
Tveggja togara saknað
Þegar leið á vikuna, höfðu allir
togararnir tilkynnt sig nema
Leifur hepptii frá Reykjavík og
Fieldmarshall Robertson frá Hafnar-
firði. Til þeirra hafði sést eftir að
óveðrið hófst. Eins og áður sagði,
þá stóðu mennirnir á Leifi heppna
enn í aðgerð, er þrír togarar sigldu
framhjá seinnihluta laugardagsins
7. febrúar. Drauptiir sigldi
framhjá Fieldmarshall Robertson
skömmu eftir að óveðrið skall á.
Einnig hafði verið haft loftskeyta-
samband við hann frarn eftir
kvöldi og mun Tryggvi gatnli
einna síðast hafa gert það; var þá
allt með felldu um borð. Hvor-
ugur togarinn hafði gefið út neyð-
arkall.
Eigendur þeirra leituðu til
íslenskra stjórnvalda þann 11.
febrúar og óskuðu eftir að varð-
skipið Fylla yrði sent til leitar.
Eins og áður gat, voru Hellyer-
bræður eigendur Fieldtnarshall
Robertson en eigandi Leifs heppna
var útgerðarfélagið Geir Thor-
steinsson og Co. Varðskipið Fylla
og togarinn Ceresio voru þegar
send til leitar, en hvorugt skip-
anna varð vart við hina týndu tog-
ara. Togaraeigendur komu því
saman til fundar og ákváðu að
senda hóp togara til þess að leita
skipulega.
Sunnudaginn 15. febrúar hófst
Varðskipið Fylla.
skipulögð leit, þar sem skipin
sigldu með ákveðnu millibili á um
90 mílna svæði. Þannig áttu þau
að kemba það svæði, þar sem talið
var líklegast að þá væri að finna.
Togararnir sigldu meðan bjart var
en héldu kyrru fyrir á næturnar.
Þessi víðtæka leit reyndist árang-
urslaus. Skipin tvö voru talin af
og með þeim fórust 67 menn, sex
Englendingar og 61 íslendingur.
Aðstandendur
í flestum tilvikum voru þeir sem
fórust fyrirvinnur stórra heimila
og því ómaksins vert að kynna sér
Leifur heppni.
SAGNIR 69