Sagnir - 01.04.1984, Page 72
HALAVEÐRIÐ OG HEIMILI f VANDA
hverjar breytingar urðu á högum
ættmenna sjómannanna við fráfall
þeirra. Ætlunin er að beina
athyglinni næst að aðstandendum
hinna látnu, afkomu þeirra og
kjörum. Á viðbrögðum bæjar-
yfirvalda í Reykjavík sést að þau
hafa einnig haft talsverðar
áhyggjur af þessu. Þann 4. mars,
eða tveimur dögum áður cn leitar-
skipin komu til Reykjavíkur,
kom saman nefnd sem kosin hafði
verið á fundi í bæjarstjórninni
skömmu áður. Hlutverk hennar
var
að annast framkvæmd af hálfu
bæjarfélagsins á opinberum
ráðstöfunum út af mannskaða
sem varð á skipunum Leifi
heppna, Fieldmarshall Roberts
[svo] og mótorbátnum Sólveig
í ofviðrinu 7. og 8. febrúar
eins og segir í gjörðabók nefndar-
innar. Á fundinum voru teknar
ákvarðanir varðandi minningar-
athöfnina 10. mars og „minnst á
samskot til hjálpar aðstandend-
um“ cn ekkcrt ákveðið í þcim
efnum. Auk nefndarmanna voru
á fundinum þeir Sigurjón Á.
Ólafsson formaður sjómannafé-
lagsins og Ólafur Thors formaður
útgerðarmannafélagsins.
Það var þó ekki fyrr en á fundi
nefndarinnar 7. mars, að tihögun
söfnunarinnar var endanlega
ákveðin. Að henni stóðu bæjar-
stjórnir Reykjavíkur og Hafnar-
Qarðar og þann 10. mars birtist
þessi auglýsing í dagblöðunum:
S a m s k oT
til aöstaudeuda bjóuiauuAuuu.
BœjaratjórÐir Reykjavikur o.í Haiaaríjaiðar
gaDgaat 1 samrAöi viÖ (ulllrua útge:ÖarmauDa
og njomauoa íyrir BaniHKotum til aóataadeaoa
ijómaonauDA er íóru«t 7,—8. íeDr. Samakoiiu
hiijaat kl. 4 J/i 8iöd. 1 dag, og veiðui þeim veitt
viðtaka 1 baöum böokuuum og i apariBjo&i
HatDaríjaiðar kl. 4 J/« — 7. Veiður þeeaum pen
iog&sioínunum haldið opnum í þesau skyoi einu.
Ioostæðueigeodur eiga kost a að taica ut ló til
samskotauna a þessum tima, en að öðiu leyti
(er ekki nein aígreiðsla íram.
Þesa er íaatlega vænst, að aliir, sem það geta,
leggi SKerí^sinu írnm þegar if dag.
Þrátt fyrir þessi síðustu hvatn-
ingarorð var greinilega gert ráð
fyrir að menn yrðu ekki alveg svo
fljótir að taka við sér, því einnig
skyldi tekið við fé eftirleiðis.
Rétt eftir næstu mánaðamót var
síðan ákveðið að úthlutun sam-
skotaQárins yrði í höndum fjög-
urra manna nefndar sem skipuð
yrði fuiltrúum úr bæjarstjórn
Reykjavíkur og Hafnarfjarðar,
Sjómannafélagi Reykjavíkur og
Félagi íslenskra botnvörpuskipa-
eigenda.
Skýrslurnar
Á fyrsta fundi þeirrar nefndar,
þann 15. maí 1925, var síðan
borgarstjóra, scm var fulltrúi
bæjarstjórnar Reykjavíkur í
nefndinni, falið að útbúa eyðu-
blað sem scnt yrði til aðstandenda
sjómannanna til að afla upplýs-
inga um kjör þeirra og þar með
fjárþörf. Eyðublöðin voru scnd út
og skiluðu sér flest inn til borgar-
stjóra fyrir lok október.
Á eyðublöðum þessum er spurt
um nöfn, dvalarstaði og aldur
allra er viðkomandi sjómaður
kunni að hafa haft á framfæri sínu,
efnahag þeirra og heilsu, svo og
slysa- eða líftryggingu sjómanns-
ins. Þá er loks rúm fyrir aðrar
upplýsingar sem sá er útfyllti
kynni að vilja veita nefndinni.
Almennt mun talið að 68 ís-
lendingar hafi farist í Halaveðr-
inu. Hins vegar liggja aðeins fyrir
skýrslur frá aðstandendum 61
sjómanns. Skýringar á þessu mis-
ræmi eru ýmsar. Það voru 67
íslenskir sjómenn sem drukknuðu
af togurunum tveimur og línu-
bátnum Sólveigu, en einn maður
lést af meiðslum um borð í Gull-
fossi. Nefndin taldi ættingja hans
ekki eiga rétt á styrk úr samskota-
sjóðnum. Þá sóttu skyldmenni
Qögurra sjómanna ekki um út-
hlutun og einn virðist ekki hafa átt
neina ættingja á lífi. Loks virðist
skýrsla frá vandamönnum eins
sjómanns hreinlega hafa týnst.
En að hve miklu leyti er skýrsl-
unum treystandi til að gefa rétta
mynd af afkomu og eignum
þeirra er hlut áttu að máli? Varla er
nema cðlilegt að spyrja sem svo,
hvort verið hafi tilhneiging til að
gera minna úr eignum heimilis-
ins en cfni stóðu til í von um
meiri styrk. Því er helst til að
svara að í því fámenni sem hér var
á þessum tíma, hefur varla verið
gerlegt að ganga mjög langt í
þcssu efni, þótt vilja hefði ekki
skort. í Reykjavík og Hafnarfirði
var íbúafjöldi ekki meiri cn svo að
auðvelt hefur verið að ganga úr
skugga um að rétt væri talið fram
ef grunur um annað kom upp.
Það er því helst gagnvart
skýrslum utan af landsbyggðinni
sem ber að sýna nokkra varúð, þar
sem aðhalds hefur ckki gætt eins
mikið og í næsta nágrenni við
aðsetur samskotanefndarinnar.
Þetta haggar þó varla þeirri stað-
reynd að óhætt mun að treysta
skýrslunum í öllum meginat-
riðum.
í ljós kemur að ríflega helm-
ingur hinna látnu var úr Rcykja-
vík. Ur Hafnarfirði voru tíu en
20 voru af ýmsum stöðum á land-
inu, langflestir af því vestan-
verðu. Skráin sem nefndin gerði
yfir hina látnu sjómenn leiðir í
ljós, að nær undantekningarlaust
voru þetta menn á besta aldri.
Meðalaldur var rétt tæp 30 ár og
einungis sjö þcirra voru eldri en 40
ára. Er því einsætt að fráfall þeirra
hefur valdið óvissu um afkomu á
Qölda heimila.
Konur og börn
Eins og áður hefur komið fram
liggja fyrir skýrslur frá ættingjum
61 sjómanns. Af þeim voru 25
giftir, cn að auki var nokkuð um
barneignir utan hjónabands eins
og gengur og gerist; einar sjö
70 SAGNIR