Sagnir


Sagnir - 01.04.1984, Qupperneq 79

Sagnir - 01.04.1984, Qupperneq 79
SÍLDIN ER SVIKULT FÉ er svikult Á undan okkur gengur gamall, álútur maður, hann á erfitt með gang, styðst við tunnustaf. Þessi maður man tímana tvenna, sjó- sókn og síldveiðar eru honum engin nýlunda. Við röltum fram a bryggjusporðinn og tyllum okkur á kaðalhönk sem þar figgur. Þetta er seinni part dags í janúarlok 1948. í Reykjavíkurhöfn blasir við ævintýraleg sjón. Hér liggur bátur við bát. Allir eru þeir drekk- hlaðnir, vinnuljósin á hafnar- bakkanum varpa annarlegri birtu yfir sérkennilegan skóg mastra og reykháfa. Ljósið endurspeglast í síldarkösunum sem þekja þilför bátanna. Höfnin er á að líta sem risastór silfursjóður. Á hafnar- bakkanum iðar allt af lífi. Stórir löndunarkranar bisa við að koma síldinni á bílpalla. Vörubílar standa í röðum, netadræsur liggja á hafnarbakkanum tilbúnar að takast á við síldina, hafnarsvæðið er sem vígvöllur yfir að líta, víg- völlur síldarævintýrisins. Við skulum gefa þeim gamla orðið. „Aflinn síðustu daga hefur verið með ólíkindum, ég man bara ekki eftir öðru eins. Ég rölti gjarnan á kvöldin hér austureftir og fylgist með bátunum úti á Rauðarárvíkinni. Sumir hafa nú fengið fullfermi þar á örskömmum tíma. Síldin hefur verið hér um allan sjó, á Sundun- um, í Kollafirðinum og svo nátt- úrulega í Hvalfirði. Þar hafa bát- arnir fengið fullfermi í tveimur köstum og næturnar hafa ósjaldan sprungið, svo mikil hefur síldin verið. Einn sólarhringinn fyrir nokkrum dögum veiddust 4.300 tonn af síld, og það á einum sólar- hring. En hvað svo, þegar kalla- greyin koma í land eftir slaginn við síldina, hvað bíður þeirra þá, jú bið, bið og aftur bið, löng og þreytandi bið. Hvernig haldið þið að sé að bíða í höfn með fullan bát af síld og vita af mokveiði aðeins örskammt frá, jafnvel í ytri höfn- inni, ja það er sko ekkert sældarlíf, o sei, sei, nei. Menn eru nú reyndar misjafnlega iðnir við bið- ina. Sumir reyna að koma síldinni í bræðslu hér í nágrannabæjunum, en biðin getur orðið býsna löng. Flestir landa í flutningaskipin. Þið sjáið þarna fyrir handan, þarna liggja þrjú þeirra, Knob Knot hér næst, síðan Fjallfoss og loks Hraunfaxi. í óveðrinu hér um daginn skapaðist hálfgert vand- ræðaástand þegar Knob var eitt hér að taka við í nokkra daga. Á sama tíma voru ellefu skip á Siglu- firði að bíða losunar. Skipin höfðu tafist svona í óveðrinu, ekki kom- ist fyrir Horn. Já, það bætti nú ekki ástandið sem ckki var gott fyrir. Sumir voru reyndar það heppnir að koma síldinni í Þjóð- verjana. Það komu hér fimm þýskir togarar að sækja síld ein- mitt um þetta leyti. Nú svo er bingurinn á Framvellinum, þangað er landað þegar annað bregst. Síðan er siglt með síldina þegar tími vinnst til. Kommarnir töldu að Framvallarsíldin yrði óhæf til bræðslu, en hún reyndist ágætlega, þar urðu þeir sér enn einu sinni til skammar og svívirð- ingar. Bingurinn, blessaður bing- urinn, hann hefur komið sér vel. Það eru víst ein 50.000 mál þarna núna. En þetta gengur nú ekki til lengdar, við verðum að fá hingað síldarverksmiðjur. í þessu máli dugir ekkert hik, á því veltur hvort þjóðinni sparast tugir mill- • íí jona . Já, það var mikið af síld í Faxa- flóanum í janúar 1948. Það voru líka margar hendur á lofti til að grípa gróðann, cn síldin getur verið svikul. Hér eru tvær stuttar sögur um stóra síldardrauma. SAGNIR 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.